Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

61. fundur 15. október 2025 kl. 16:10 - 17:25 Hótel Framtíð, Djúpivogur
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Björg Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson varamaður
  • Sigurður Gunnarsson varamaður
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði
Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að skipaður verði sérstakur fundarstjóri til að sinna verkefnum varaforseta þar sem hvorugur skipaðra varaforseta sitja fundinn. Forseti kom með þá tillögu Vilhjálmur Jónsson gegni því starfi varaforseta á fundinum, í samræmi við 7. grein samþykkta um stjórn Múlaþings.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að nýju Aðalskipulagi Múlaþings 2025-2045 sem sett er fram í greinargerð, forsendu- og umhverfismatsskýrslu auk skipulagsuppdrátta. Meðfylgjandi eru jafnframt ýmis fylgiskjöl og skýringaruppdrættir.
Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Ívar Karl Hafliðason, Þröstur Jónsson sem lagði fram bókun, Ásdís Hafrún Benediktsdóttir og Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
Sveitastjórn samþykkir að fyrirliggjandi skipulagstillaga nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045, ásamt fylgigögnum, verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn á móti (ÞJ)

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Það vekur athygli í þessari tillögu aðalskipulags, að í þéttbýlisuppdrætti fyrir Egilsstaði er nú kominn Borgarfjarðarvegur með "Norðurleiðar-brú við Melshorn". Þar með er meirihlutinn og minnihlutinn (að frátöldum minnsta hluta M lista) búinn að viðurkenna mistök sín með vali á Suðurleið frá Fjarðarheiðargöngum.
Þarna er nú komin brú við Melshorn með tilheyrandi veg inn með Melum alveg eins og gert var ráð fyrir í Norðurleið frá göngum. Neikvæð áhrif á ræktarland og kostnaður vegna landakaupa ekki ósennilega tvöfaldaður.
Ofan á allt þetta bætist síðan klúðurslegar vegtengingar við Eiðaveg og engin lausn með legu Lagarfljótsbrúar sem var algjörlega fyrirséð með vali á Norðurleið, inn Keldu og yfir syðst við odda Egilsstaðaness, með lámörkun áhrifa á ræktarland.
Hver ætlar að borga brúsann af þessari vitleysu? Vegagerðin? Múlaþing?
Ábyrgðarleysið er algjört, rökhugsunin engin, framtíðarsýnin engin.

2.Snjóhreinsun á Öxi

Málsnúmer 202101012Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Djúpavogs dags. 09.10.2025 er varðar beiðni um fasta ruðningsdaga á Öxi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Djúpavogs að í ljósi sívaxandi vetrarumferðar á Öxi sé eðlilegt að vegurinn verði færður af G-reglu og vetrarþjónusta um veginn aukin. Sveitarstjórn bendir einnig á að til að tryggja öryggi vegfaranda þá er gæfuríkast að ráðast sem fyrst í útboð á nýjum vegi um Öxi. Umferðartölur frá liðnu sumri sýna hve fjölfarinn vegurinn er en frá júní til ágúst fóru að meðaltali 630 bílar um veginn á dag þótt ástand hans sé engan veginn í samræmi við þá umferð. Því hvetur sveitarstjórn Múlaþings innviðaráðherra til að setja nýjan veg um Öxi í forgang í nýrri samgönguáætlun.
Sveitarstjóra falið að koma bókun sveitarstjórnar á framfæri við innviðaráðherra og Vegagerðina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Strandveiðar 2024 og 2025

Málsnúmer 202311031Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Borgarfjarðar dags. 15.08.2025 er varðar lengd veiðitímabils strandveiða fyrir árið 2026.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Borgarfjarðar um mikilvægi þess að fyrirsjáanleiki strandveiða verði tryggður fyrir næsta veiðiár. Skorað er á innviðaráðherra, sem nú fer með málefni strandveiða, að tryggja fjögurra mánaða veiðitímabil á næsta ári. Sveitarstjóra falið að koma bókun sveitarstjórnar á framfæri við innviðaráðherra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Ástand malarvega á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202507008Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs frá fundi hennar 9. október 2025 þar sem fulltrúar Vegagerðarinnar mættu. Á fundinum var því beint til sveitarstjórnar að teknar verði upp viðræður við ríkisvaldið um uppbyggingu og viðhald malarvega, tengivega og heimreiða þannig að þeim verði komið í viðunandi horf.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Fljótsdalshéraðs að ástand malarvega er víða óboðlegt í sveitarfélaginu og slæmt að verið sé að aka börnum til og frá skóla á slæmum vegum. Samtals eru malarvegir sem skólabílar keyra á í sveitarfélaginu um 100 kílómetrar og ástand þeirra víða ófullnægjandi. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að koma ábendingunni á framfæri við Vegagerðina og til innviðaráðuneytis svo hægt sé að taka tillit til hennar við gerð nýrrar samgönguáætlunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Ímynd Múlaþings

Málsnúmer 202510049Vakta málsnúmer

Þröstur Jónsson sveitarstjórnarfulltrúi hefur óskað eftir að settur verði á dagskrá liður sem ber heitið "Ímynd Múlaþings"

Málinu frestað til næsta fundar.

6.Reglur Múlaþings um styrk vegna fasteigna þar sem rekin er, án þess að vera í ágóðaskyni, menningar-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstarfsemi

Málsnúmer 202506191Vakta málsnúmer

Fyrir liggja uppfærð drög að reglum Múlaþings um styrk vegna fasteigna þar sem rekin er, án þess að vera í ágóðaskyni, menningar-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf, sem samþykkt voru í byggðaráði Múlaþings 23. september 2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum Múlaþings um styrk vegna fasteigna þar sem rekin er, án þess að vera í ágóðaskyni, menningar-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf.

Samykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Fækkun sveitarstjórnarfulltrúa

Málsnúmer 202505101Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun byggðaráðs dags.16.09.2025. er varðar mögulega fækkun á fjölda sveitarstjórnarfulltrúa á næsta kjörtímabili. Málinu vísað til sveitarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.
Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Eyþór Stefánsson, Ívar Karl Hafliðason, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Einar Freyr Guðmundsson, Þröstur Jónsson, Eyþór Stefánsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþing tekur undir með byggðaráði að ekki sé tímabært að fækka sveitarstjórnarfulltrúum í Múlaþingi.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn á móti (ÞJ)

8.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir

Málsnúmer 202205380Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tölvupóstar dags. 24.09.2025 og 10.10.2025 frá Björgvini Stefáni Péturssyni kjörnum fulltrúa og Guðnýju Láru Guðrúnardóttur kjörnum fulltrúa Múlaþings. Óskar Björgvin eftir tímabundinni lausn frá setu í heimastjórn Fljótsdalshéraðs og umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings, vegna fæðingarorlofs frá 18.11.2025 til og með 31. 12.2025.
Guðný Lára óskar eftir tímabundinni lausn frá setu í sveitarstjórn og fagráðum vegna fæðingarorlofs frá og með 01.11.2025 til 01.02.2026.
Til máls til tóku: Einar Guðmundsson og Ásrún Mjöll Stefánsdóttir

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að Guðný Drífa Snædal taki tímabundið sæti sem aðalmaður í heimastjórn Fljótsdalshéraðs frá 18.11.2025 til og með 31.12.2025 og að Guðný Margrét Hjaltadóttir taki tímabundið sæti sem aðalmaður og Einar Freyr Guðmundsson sem varamaður í umhverfis- og framkvæmdaráði frá 18.11.2025 til og með 31.12.2025 í stað Björgvins Stefáns Péturssonar sem óskað hefur eftir tímabundinni lausn frá setu í heimastjórn og fagnefnd.

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að Einar Freyr Guðmundsson taki tímabundið sæti sem aðalmaður í sveitarstjórn Múlaþings og aðalmaður í fjölskylduráði frá 01.11.2025 til 01.02.2026. Varamaður í fjölskylduráði á sama tíma verður Guðný Margrét Hjaltadóttir. Ívar Karl Hafliðason tekur tímabundið sæti sem formaður heimastjórnar á Djúpavogi og Einar Freyr Guðmundsson sem varamaður formanns frá 01.11.2025 til 01.02.2026 í stað Guðnýjar Láru Guðrúnardóttur sem óskað hefur eftir tímabundinni lausn frá setu í sveitarstjórn og fagnefndum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Heimastjórn Borgarfjarðar - 63

Málsnúmer 2510002FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð heimastjórnar Borgarfjarðar dags.09.10.2025.
Til máls tók: Vegna liðar 5, Eyþór Stefánsson og Ívar Karl Hafliðason.

Lagt fram til kynningar

10.Heimastjórn Djúpavogs - 64

Málsnúmer 2509018FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð heimastjórnar Djúpavogs, dags.09.10.2025.
Lagt fram til kynningar

11.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 63

Málsnúmer 2510004FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð heimastjórnar Fljótsdalshéraðs dags.09.10.2025.
Lagt fram til kynningar

12.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 61

Málsnúmer 2509010FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð heimastjórnar Seyðisfjarðar dags.09.10.2025.
Lagt fram til kynningar

13.Byggðaráð Múlaþings - 164

Málsnúmer 2509005FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð byggðaráðs dags.16.09.2025.
Til máls tók: Vegna liðar 6, Ívar Karl Hafliðason.

Lagt fram til kynningar

14.Byggðaráð Múlaþings - 165

Málsnúmer 2509009FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð byggðaráðs dags.23.09.2025.
Lagt fram til kynningar

15.Byggðaráð Múlaþings - 166

Málsnúmer 2509015FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð byggðaráðs dags.07.10.2025.
Lagt fram til kynningar

16.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 160

Málsnúmer 2509007FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð umhverfis- og framkvæmdaráðs dags.15.09.2025.
Lagt fram til kynningar

17.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 161

Málsnúmer 2509011FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð umhverfis- og framkvæmdaráðs dags.22.09.2025.
Lagt fram til kynningar

18.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 162

Málsnúmer 2509016FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð umhverfis- og framkvæmdaráðs dags.29.09.2025.
Lagt fram til kynningar

19.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 163

Málsnúmer 2510001FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð umhverfis- og framkvæmdaráðs dags.06.10.2025.
Til máls tóku: Vegna liðar 3, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir. Vegna liðar 11, Ívar karl Hafliðason

Lagt fram til kynningar

20.Fjölskylduráð Múlaþings - 141

Málsnúmer 2509012FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð fjölskylduráðs dags.23.09.2025.
Lagt fram til kynningar

21.Fjölskylduráð Múlaþings - 142

Málsnúmer 2510005FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð fjölskylduráðs dags.07.10.2025.
Lagt fram til kynningar

22.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?