Fara í efni

Erindi frá Austur líkamsrækt ehf, framtíðaraðstaða

Málsnúmer 202509216

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 166. fundur - 07.10.2025

Fyrir liggur erindi frá Gabríel Arnarssyni framkvæmdastjóra Austur líkamsrækt, þar sem óskað er eftir umræðu og samvinnu um framtíðaraðstöðu fyrir líkamsrækt á Egilsstöðum. Gabríel sat fundinn undir þessum lið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð þakkar Gabríel fyrir komuna og vísar málinu til frekari vinnslu hjá umhverfis- og framkvæmdaráði ásamt fjölskylduráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Gabríel Arnarsson

Fjölskylduráð Múlaþings - 143. fundur - 21.10.2025

Fyrir liggur erindi frá Gabríel Arnarssyni framkvæmdastjóra Austur líkamsrækt. Erindið lá fyrir 166. fund byggðaráðs 7. október 2025 og vísaði ráðið málinu til frekari vinnslu hjá fjölskylduráði.
Málinu frestað til 28. okt nk.

Fjölskylduráð Múlaþings - 144. fundur - 28.10.2025

Fyrir liggur erindi frá Gabríel Arnarssyni framkvæmdastjóra Austur líkamsrækt. Erindið lá fyrir 166. fund byggðaráðs 7. október 2025 og vísaði ráðið málinu til frekari vinnslu hjá fjölskylduráði.
Fjölskylduráð þakkar Gabríel Arnarsyni fyrir komuna. Málið verður unnið áfram og starfsmanni falið að taka saman gögn í samræmi við umræður á fundinum. Fjölskylduráð óskar eftir því að umhverfis- og framkvæmdaráð setji af stað vinnu við þarfagreiningu vegna framtíðaruppbyggingar Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 166. fundur - 03.11.2025

Verkefnastjóri skipulagsmála situr fundinn undir þessum lið.

Fyrir liggur erindi frá Gabríel Arnarssyni, framkvæmdastjóra Austur líkamsrækt. Erindið hefur fengið umfjöllun hjá byggðaráði og fjölskylduráði, sem vísaði því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að setja af stað vinnu við þarfagreiningu vegna framtíðaruppbyggingar Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Gabríel Arnarssyni fyrir erindið.
Ráðið fellst á beiðni fjölskylduráðs um að sett verði af stað vinna við þarfagreiningu vegna framtíðaruppbyggingar Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum enda sé það í samræmi við fjárfestingaráætlun 2026. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra og fræðslustjóra að gera drög að erindisbréfi að slíkri vinnu og leggja drög fyrir ráðin.

Varðandi þann hluta erindisins sem snýr að umhverfis- og framkvæmdaráði af hálfu málsaðila er frekari uppbygging á íþóttahúsinu á Egilsstöðum svo skammt á veg komin að ráðið telur ráðlegt að hafna erindinu er varðar skipulagningar lóðar aðliggjandi nýjum búningsklefum sundlaugarinnar, úthlutunar lóðar fyrir hús Austurs og gerð lóðaleigusamnings við Austur.
Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að eiga samtal við málsaðila og aðstoða við að finna starfseminni framtíðaraðstöðu á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?