Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

144. fundur 28. október 2025 kl. 12:30 - 14:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Rannveig Þórhallsdóttir varamaður
  • Ævar Orri Eðvaldsson varamaður
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Anna Alexandersdóttir félagsmálastjóri
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir grunnskólafulltrúi
  • Marta Wium Hermannsdóttir leikskólafulltrúi
  • Dagný Erla Ómarsdóttir deildastjóri íþrótta og tómstunda
  • Þóra Björnsdóttir deildastjóri frístunda og forvarna
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Ásgrímur Ingi Arngrímsson og Karen Sveinsdóttir og sátu liði 1-2. Áheyrnarfulltrúar leikskóla Hugrún Malmquist Jónsdóttir og Kolbrún Nanna Magnúsdóttir sátu liði 1-2. Áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla Sóley Þrastardóttir og Bríet Finnsdóttir sátu lið 1-2. Skólastjórarnir Þorbjörg Sandholt, Viðar Jónsson, Ásgrímur Ingi Arngrímsson, Guðrún Sigríður Sigurðardóttir, Kolbrún Nanna Magnúsdóttir, Sigríður Herdís Pálsdóttir og Sóley Þrastardóttir sátu lið 2.

1.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að stefnu Múlaþings fyrir árið 2026 um þjónustustig í byggðum Múlaþings.
Fjölskylduráð samþykkir þjónustustefnuna fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fjárhagsáætlun fræðslumála 2026

Málsnúmer 202510159Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2026
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu 2026

Málsnúmer 202510161Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fjárhagsáætlun félagsþjónustu fyrir árið 2026.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fjárhagsáætlun æskulýðs- og íþróttamála 2026

Málsnúmer 202510158Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fjárhagsáæltun æskulýðs- og íþróttamála fyrir árið 2026.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Áheyrnafulltrúi miðflokksins leggur fram eftirfarandi bókun:
Ég set stórt spurningamerki við stöðugildi við Héraðsþrek sem á samkvæmt samkeppnislögum að vera algerlega sér rekstrareining og að mínu mati óraunhæft að stöðugildi sé aðeins 0,2. Það gefur augaleið að það stenst enga skoðun að það gangi upp.
Ég fer fram á að stöðugildi Héraðsþreks verði endurskoðað og uppfært miða við raunþörf ef þarf. (ÞAG).

5.Erindi frá Austur líkamsrækt ehf, framtíðarstaða

Málsnúmer 202509216Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Gabríel Arnarssyni framkvæmdastjóra Austur líkamsrækt. Erindið lá fyrir 166. fund byggðaráðs 7. október 2025 og vísaði ráðið málinu til frekari vinnslu hjá fjölskylduráði.
Fjölskylduráð þakkar Gabríel Arnarsyni fyrir komuna. Málið verður unnið áfram og starfsmanni falið að taka saman gögn í samræmi við umræður á fundinum. Fjölskylduráð óskar eftir því að umhverfis- og framkvæmdaráð setji af stað vinnu við þarfagreiningu vegna framtíðaruppbyggingar Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 14:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?