Fara í efni

Atvinnumál á Borgarfirði

Málsnúmer 202510026

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 63. fundur - 09.10.2025

Málinu frestað til næsta fundar.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 64. fundur - 04.12.2025

Heimastjórn átti fund með Sigurjóni Þórðarsyni, formanni atvinnuveganefndar Alþingis 10. október sl. vegna stöðu atvinnumála á Borgarfirði en ýmsar blikur eru á lofti; Íslenskur dúnn ehf., hefur flutt starfsemi sína til Reykjavíkur og aðgerðir stjórnvalda í sjávarútvegi og ferðaþjónustu hafa þegar haft og munu halda áfram að hafa neikvæð áhrif á kjarnaatvinnuvegi staðarins. Þá er fyrirsjáanlegt að aðrar boðaðar aðgerðir stjórnvalda muni einnig bitna á byggðalaginu.
Fyrir liggja drög að minnisblaði um fundinn og atvinnumál á Borgarfirði.
Heimastjórn samþykkir að vísa málinu til byggðaráðs til frekari úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?