Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

63. fundur 09. október 2025 kl. 08:30 - 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson aðalmaður
  • Elísabet Dögg Sveinsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Alda Marín Kristinsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Alda Marín Kristinsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Já sæll, árlegur fundur

Málsnúmer 202501040Vakta málsnúmer

Eyþór og Ólafur gerðu grein fyrir mögulegu vanhæfi sínu við afgreiðslu þessa dagskrárliðar. Málið var tekið til umræðu og borið til atkvæða. Tillögurnar voru felldar með tveimur atkvæðum (einn sat hjá).

Fulltrúar Já sæll ehf. komu á árlegan fund með heimastjórn sem er hússtjórn Fjarðarborgar. Farið var yfir framkvæmdir í Fjarðarborg og rekstur síðastliðins sumars, m.a. út frá núverandi leigusamningi.
Heimastjórn þakkar fyrir góðan fund.
Starfsmanni falið að vinna málið áfram samkvæmt umræðum á fundinum.

Samþykkt samhljóða án handauppréttingar.

Gestir

  • Óttar Már Kárason
  • Ásgrímur Ingi Arngrímsson

2.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á svæði 12, eyjar og sker

Málsnúmer 202402224Vakta málsnúmer

Í bréfi frá Jóni Jónssyni lögmanni, dagsett 17.9.2025, kemur fram að Óbyggðanefnd hafi nú sent bréf lögmanns ríkisins, dags. 12. september 2025, um endurskoðun á kröfugerð ríkisins vegna þjóðlendumála á svæði 12, til lögmanna landeigenda.

Íslenska ríkið hefur í endurskoðun kröfugerðar ákveðið að falla frá þjóðlendukröfu í eyjar og sker fyrir landi jarða, þar sem kröfulýsingar landeigenda komu fram.

Heimastjórn þakkar Jóni Jónssyni fyrir sín störf.
Lagt fram til kynningar.

3.Færsla gönguleiðar í Loðmundarfirði

Málsnúmer 202508183Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá Árna Magnúsi Magnusson og Ferðamálahópi Borgarfjarðar, dagsett 03.10.2025, um tillögu að tilfærslu á gönguleið nr. 37 frá Neshálsi að Loðmundarfjarðarvegi á Víknaslóðum. Sveitarfélagi er ekki landeigandi á svæðinu en Ríkiseignir, sem landeigandi á jörðum sem gönguleiðin liggur um, hafa óskað eftir umsögn heimastjórnar um málið.
Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við áformin fyrir sitt leyti enda sé full sátt við alla landeigendur og hagsmunaaðila þar um.

Samþykkt samhljóða án handauppréttingu.

4.Almenningsbókasöfn í Múlaþingi

Málsnúmer 202506266Vakta málsnúmer

Fyrir liggja um tillögur um þjónustu, aðstöðu og skipulag almenningsbókasafna í Múlaþingi. Málið var á dagskrá byggðaráðs 16. september síðastliðinn. Á fundinn mætti Elsa Guðný Björgvinsdóttir, deildarstjóri menningarmála og kynnti tillögurnar.
Heimastjórn þakkar Elsu Guðnýju fyrir góða yfirferð.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Elsa Guðný Björgvinsdóttir

5.Atvinnumál á Borgarfirði

Málsnúmer 202510026Vakta málsnúmer

Málinu frestað til næsta fundar.

6.Tjaldsvæði í Múlaþingi

Málsnúmer 202108124Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að taka ákvörðun um hvaða fyrirkomulag skuli við hafa við rekstur tjaldsvæðanna í Múlaþingi. Í Múlaþingi eru þrjú tjaldsvæði í eigu sveitarfélagsins: Á Borgarfirði, Seyðisfirði og Egilsstöðum.

Á fundi byggðaráðs 7.10.2025 var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð óskar eftir umsögnum frá heimastjórnum frá Borgarfirði, Seyðisfirði og Fljótsdalshéraði varðandi fyrirliggjandi tillögur um fyrirkomulag rekstrar tjaldsvæðanna. Byggðaráð mun að því loknu taka málið fyrir aftur.
Núverandi leigutaki á Borgarfirði hefur ákveðið að framlengja ekki sinn samning og leggur heimastjórn til að reksturinn verði boðinn út í samræmi við tillögur í minnisblaði.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Borgarfjarðar er fyrirhugaður fimmtudaginn 6. nóvember 2025. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 föstudaginn 31. október. Erindi skal senda á netfangið alda.kristinsdottir@mulathing.is eða bréfleiðis til skrifstofu.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?