Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

174. fundur 16. desember 2025 kl. 08:30 - 10:55 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2025

Málsnúmer 202501003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Húsnæðisáætlun Múlaþings 2026

Málsnúmer 202510065Vakta málsnúmer

Fyrirhuguð er endurskoðun á 10 ára húsnæðisáætlun sveitarfélagsins og fyrir liggur minnisblað með helstu breytingum sem áætlaðar eru á henni.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við áætlunina.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Starfs- og kjaranefnd Múlaþings, erindisbréf

Málsnúmer 202511263Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá Sigrúnu Hólm verkefnastjóra mannauðsmála, ásamt uppfærðu erindisbréfi fyrir starfs- og kjaranefnd Múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi breytingar á hlutverki og verkefnum starfs- og kjaranefndar Múlaþings frá og með næstu áramótum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Reglur um hreyfi- og heilsueflingarstyrk starfsfólks Múlaþings

Málsnúmer 202311013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá Sigrúnu Hólm verkefnastjóra mannauðsmála, ásamt reglum til samþykktar um hreyfi-og heilsueflingarstyrk starfsfólks Múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingum á hreyfi- og heilsueflingarstyrk starfsfólks Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Gamla ríkið á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010547Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá Jóni Agli Sveinssyni um álit byggðaráðs til færslu innréttinga úr Gamla ríkinu á Seyðisfirði yfir í vörslu Tækniminjasafns Austurlands.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Húsafriðunarnefnd hefur úrskurðað að ekki megi flytja friðaðar innréttingar úr Gamla ríkinu líkt og nýir eigendur óskuðu eftir. Byggðaráð mun því ekki aðhafast meira í málinu nema forsendur breytist.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Lindarbakki Borgarfirði

Málsnúmer 202011211Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun umhverfis-og framkvæmdaráðs dags. 24.11. sl. er varðar málefni Lindarbakka á Borgarfirði. Einnig liggur fyrir minnisblað frá deildarstjóra menningarmála og fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði auk draga að samningi milli Múlaþings og Minjasafns Austurlands um faglega umsjón með húsinu. Málið var áður á dagskrá 18.11.2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að Minjasafn Austurlands taki við faglegri umsjón Lindarbakka og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Atvinnumál á Borgarfirði

Málsnúmer 202510026Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Borgarfjarðar dags. 4. des sl. og minnisblað er varðar stöðu atvinnumála á Borgarfirði.
Málið áfram í vinnslu.

8.Öldugata 14 Seyðisfirði

Málsnúmer 202209107Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi dags.11.desember sl. frá Celia Harrison, forstöðumanni Skaftfells myndlistarmiðstöðvar Austurlands vegna Öldugötu 14.
Málið áfram í vinnslu.

9.Trúnaðarmál.

Málsnúmer 202512100Vakta málsnúmer

Niðurstaða fundar færð í trúnaðarmálabók

10.Umönnunarbilið, Úttekt á þjónustu sveitarfélaga

Málsnúmer 202512079Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar skýrsla "Umönnunarbilið, Úttekt á þjónustu sveitarfélaga" frá Jafnréttistofu 2025.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

11.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2025

Málsnúmer 202511163Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar, fundagerð aðalafundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga dags. 02.12.2025
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202502016Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 05.12.2025.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir stjórnar HEF 2025

Málsnúmer 202501201Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til kynningar fundagerðir HEF veitna dags. 10.11.2025 og 11.12.2025.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:55.

Getum við bætt efni þessarar síðu?