Fara í efni

Sundlaug Djúpavogs, sauna

Málsnúmer 202511209

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 169. fundur - 01.12.2025

Verkefnastjóri framkvæmdamála situr fundinn undir þessum lið.

Fyrir ráðinu liggur erindi um saunaklefa á Djúpavogi. Óskað er eftir því að ráðið taki málið til afgeiðslu og staðfesti næstu skref.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu 2.1 samkvæmt fyrirliggjandi minnisblaði, að settur verði upp saunaklefi með sturtu, í sundlaugagarði við Sundlaugina á Djúpavogi, að því gefnu að fjölskylduráð og heimastjórn Djúpavogs samþykki tillöguna.
Ráðið felur verkefnastjóra framkvæmdamála að ræða við Kvenfélagið Vöku um þeirra styrk og hvernig honum verður varið.

Fjármunir sem uppá vantar til að ljúka verkefninu verða færðir úr liðnum "Annað óskilgreint" í fjárfestingaráætlun.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 66. fundur - 03.12.2025

Verkefnastjóri framkvæmdamála, Rúnar Matthíasson, situr fundinn undir þessum lið.

Með vísan í bókun Umhverfis- og framkvæmdaráðs á fundi 169,dagsett 01.12, liggur fyrir heimastjórn erindi um saunaklefa á Djúpavogi. Óskað er eftir því að heimastjórn taki málið til vinnslu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Djúpavogs samþykkir tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs. Umhverfis- og framkvæmdamálastjóra er falið að vinna málið áfram í samræmi við niðurstöður fjölskylduráðs, umhverfis- og framkvæmdaráðs og heimastjórnar Djúpavogs.
Fjármunir sem uppá vantar til að ljúka verkefninu verða færðir úr liðnum "Annað óskilgreint" í fjárfestingaráætlun.

Heimastjórn bendir á að hluti af þeim fjármunum sem áætlaðir eru í þetta verkefni sé ætlaður í rennibraut og leiktæki við laugina og því ekki hægt að nýta í áðurtalið verkefni eins heimastjórn bókaði á fundi sínum 10. apríl 2025.

Hafði heimastjórn áætlað að um 300.000 af þessum peningum færi í leiktæki og rennibraut.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Rúnar Matthíasson
Getum við bætt efni þessarar síðu?