Fara í efni

Skólahreysti í 20 ár, ósk um styrk

Málsnúmer 202512065

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 150. fundur - 06.01.2026

Fyrir fundinum liggur bréf, dagsett í desember 2025, frá stofnendum Skólahreystis, Andrési Guðmundssyni og Láru Helgadóttur, sent fyrir hönd Skólahreystis. Í bréfinu er óskað eftir styrk til endurnýjunar á keppnistækjum.
Fjölskylduráð hafnar styrkbeiðninni en er tilbúið að endurskoða ákvörðun sína verði keppnin haldin aftur á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?