Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, íþróttasvæði

Málsnúmer 202109040

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 35. fundur - 20.10.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulagslýsing dags. 13. október 2021 vegna breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna nýs íþróttasvæðis á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 17. fundur - 10.11.2021

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 20.10.2021,þar sem því er vísað til sveitarstjórnar að fyrirliggjandi skipulagslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, vegna nýs íþróttasvæðis á Egilsstöðum, verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson,Kristjana Sigurðardóttir,Berglind Harpa Svavarsdóttir og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi skipulagslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, vegna nýs íþróttasvæðis á Egilsstöðum, verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að annast framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Öldungaráð Múlaþings - 3. fundur - 16.12.2021

Öldungaráð Múlaþings vill hér með koma á framfæri athugasemdum til sveitarstjórnar Múlaþings og þeirra nefnda sem um málið fjalla, að með fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi á svæðinu norðan Dyngju á Egilsstöðum, skerðist það svæði, sem heilbrigðisstofnunum á Egilsstöðum hefur verið ætlað til frekari þróunar og stækkunar. Öldungaráð telur óráðlegt að hamla þannig starfsemi heilbrigðisþjónustu á Hérað til langrar framtíðar. Nú þegar er greinilega þörf á auknu hjúkrunarrými og áhugi er hjá eldri borgurum að byggðar verði íbúðir fyrir aldraða einmitt á þessu svæði sbr. samþykkt ráðsins á síðasta fundi þann 21. október 2021. Mikil þörf er nú þegar til staðar á að eldri borgurum gefist kostur á hentugum íbúðum og þar með að losa stærri íbúðir sem orðnar er alltof stórar fyrir þá einstaklinga sem þar búa og vilja minnka við sig. Það er augljóst hagræði í því að ætla þessu húsnæði pláss á umræddu svæði til að samnýta sem best þá þjónustu sem þar verður að fá og lágmarka ferðaþjónustu, sem eldri borgarar þurfa á að halda.
Var efnið á síðunni hjálplegt?