Fara í efni

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

Málsnúmer 202012084

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 11. fundur - 26.01.2021

Fjölskylduráð samþykkir framlagðar breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning í Múlaþingi og vísar þeim til meðferðar hjá sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 8. fundur - 10.02.2021

Fyrir lágu tillögur fjölskylduráðs um breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Múlaþingi.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, sem bar fram fyrirspurn. Elvar Snær Kristjánsson, sem svaraði fyrirspurn. Jódís Skúladóttir, Elvar Snær Kristjánsson og Berglind Harpa Svavarsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir framlagðar tillögur um breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Múlaþingi og felur félagsmálastjóra koma þeim í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð Múlaþings - 38. fundur - 22.02.2022

Fjölskylduráð samþykkir endurskoðaðar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Múlaþingi. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 21. fundur - 09.03.2022

Fyrir lá bókun frá fundi fjölskylduráðs, dags. 22.02.2022, þar sem samþykkt er að 7. og 8. gr. reglna um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Múlaþingi breytist í samræmi við leiðbeiningar Félagsmálaráðuneytisins sem birtar voru á vef ráðuneytisins 30. desember 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir samþykkt fjölskylduráðs varðandi það að 7. og 8. gr. reglna um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Múlaþingi breytist í samræmi við fyrirliggjandi leiðbeiningar Félagsmálaráðuneytisins. Félagsmálastjóra falið að sjá til þess að unnið verði samkvæmt uppfærðum reglum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?