Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

71. fundur 05. desember 2022 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Björgvin Stefán Pétursson varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Einar Tómas Björnsson varamaður
  • Þórhallur Borgarson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði

1.Aðalskipulagsbreyting, Borgarfjörður, þéttbýli og efnisnáma í Fjarðará

Málsnúmer 202201080Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju tillaga til auglýsingar á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 vegna breytinga í þéttbýli og við efnisnámu í Fjarðará. Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum þann 14. september síðast liðinn að tillagan yrði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun tók tillöguna til athugunar og gerði athugasemdir sem brugðist hefur verið við. Uppfærð skipulagsgögn, sett fram í greinargerð og á uppdrætti, dagsett 25.11.22 liggja fyrir ráðinu.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir bréf Skipulagsstofnunar þar sem fram koma athugasemdir við breytingartillöguna og jafnframt endurskoðaða tillögu frá skipulagsráðgjafa þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum stofnunarinnar í samráði við Vegagerðina varðandi efnisnámu í Fjarðará. Útfærsla efnistökunnar hefur verið endurskoðuð í samráði við Vegagerðina. Ráðið telur að brugðist hafi verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar með fullnægjandi hætti og samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Sigurður Jónsson - mæting: 08:30

2.Vegabætur í Vatnajökulsþjóðgarði

Málsnúmer 202211273Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur samantekt frá þjóðgarðsverði austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs um vegabætur sem unnið hefur verið að á svæðinu síðustu ár.

Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2022

Málsnúmer 202202072Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 447. fundi Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.

4.Reglur um úthlutun lóða, endurskoðun

Málsnúmer 202101229Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að endurskoðuðum reglum um úthlutun lóða hjá Múlaþingi.
Verkefnastjóri fjármála á umhverfis- og framkvæmdasviði sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmaráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um úthlutun lóða hjá Múlaþingi og vísar þeim til staðfestingar hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Vordís Jónsdóttir - mæting: 08:45

5.Afslættir af gatnagerðargjöldum í Múlaþingi

Málsnúmer 202101232Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri fjármála á umhverfis- og framkvæmdasviði lagði fram tillögur um afslátt af gatnagerðargjöldum í Múlaþingi fyrir árið 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur og vísar þeim til staðfestingar hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Vordís Jónsdóttir - mæting: 09:25

6.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 202209205Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri fjármála á umhverfis- og framkvæmdasviði kynnti tillögu um breytingu á gjaldskrá skipulags- og byggingarmála þar sem bætt verður við nýjum lið sem heitir uppbyggingargjald.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2023.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Vordís Jónsdóttir

7.Fjárfestingaráætlun Múlaþings 2023-2032

Málsnúmer 202208143Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju tillaga að tíu ára fjárfestingaráætlun Múlaþings ásamt umsögnum heimastjórna, ungmennaráðs og fjölskylduráðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir 10 ára fjárfestingaráætlun fyrir Múlaþing og vísar henni til sveitarstjórnar. Mikilvægt er að áætlunin sé uppfærð árlega í aðdraganda fjárhagsáætlunargerðar. Bent er á að fjölskylduráð er að vinna drög að forgagnsröðun verkefna sem koma í framhaldi af byggingu nýs Seyðisfjarðarskóla. Þeirri forgangsröðun er því vísað til endurskoðunar á áætluninni á næsta ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.HEF veitur, staða verkefna

Málsnúmer 202211274Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri og formaður stjórnar HEF veitna komu inn á fund umhverfis- og framkvæmdaráðs og kynntu stöðu yfirstandandi verkefna, fyrirhugaðra framkvæmda og fjárfestingaráætlun.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Ágústa Björnsdóttir - mæting: 10:30
  • Aðalsteinn Þórhallsson - mæting: 10:30

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?