Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting, Borgarfjörður, þéttbýli og efnisnáma í Fjarðará

Málsnúmer 202201080

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 47. fundur - 23.02.2022

Fyrir ráðinu liggur skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps er varða lóðarstækkun við Bakkaflöt, breytta landnotkun við Jörfa og nýja efnisnámu í Fjarðará. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til lýsingarinnar og kynningar á henni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við ákvæði 30. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 21. fundur - 09.03.2022

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 23.02.2022, þar sem því er vísað til sveitarstjórnar Múlaþings að samþykkt verði að fyrirliggjandi skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Borgafjarðarhrepps verði kynnt í samræmi við skipulagslög.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson sem beindi spurningum til Stefáns Boga Sveinssonar, Jakob Sigurðsson, Stefán Bogi Sveinsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Eyþór Stefánsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir, að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs, að fyrirliggjandi skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Borgafjarðarhrepps, er varðar lóðastækkun við Bakkaflöt, breytta landnotkun við Jörfa og nýja efnisnámu í Fjarðará, verði kynnt í samræmi við ákvæði 30. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 21. fundur - 10.03.2022

Fyrir heimastjórn Borgarfjarðar liggur að veita umsögn um skipulagslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016.

Fyrirhuguð breyting er þríþætt. Í fyrsta lagi er fyrirhugað að stækka íbúðarsvæði ÍB1 (Bakkaflöt/Bakkavegur 0) til suðurs vestan Bakkavegar og þar bætt við einni lóð. Í öðru lagi verður svæði fyrir leikskóla breytt í athafnasvæði þar sem í dag er dúnvinnsla og því er verið að samræma landnotkunarreit í samræmi við leyfðan atvinnurekstur. Í þriðja lagi er bætt við einu efnistökusvæði í Fjarðará (fyrir ofan brú) sem þó hefur verið tekið úr síðan 1960.

Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 54. fundur - 04.05.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir sem bárust við skipulagslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps vegna breytinga í þéttbýli og við efnisnámu í Fjarðará. Lýsingin var kynnt almenningi frá 17. mars til 31. mars 2022 og bárust engar athugasemdir.
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur jafnframt vinnslutillaga aðalskipulagbreytingarinnar, dags. 2. maí 2022.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 62. fundur - 05.09.2022

Vinnslutillaga breytinga á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 vegna breytinga í þéttbýli og við efnisnámu í Fjarðará var kynnt almenningi frá 25. maí til 15. júní 2022 og bárust engar athugasemdir. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir sem bárust á kynningartíma auk samantektar með viðbrögðum við þeim. Fyrir ráðinu liggur jafnframt tillaga, dagsett júlí 2022, sett fram í greinargerð og á uppdrætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 27. fundur - 14.09.2022

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 05.09.2022, varðandi breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 vegna breytinga í þéttbýli og við efnisnámu í Fjarðará.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi tillaga, varðandi breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 vegna breytinga í þéttbýli og við efnisnámu í Fjarðará, verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?