Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting, Borgarfjörður, þéttbýli og efnisnáma í Fjarðará

Málsnúmer 202201080

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 47. fundur - 23.02.2022

Fyrir ráðinu liggur skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps er varða lóðarstækkun við Bakkaflöt, breytta landnotkun við Jörfa og nýja efnisnámu í Fjarðará. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til lýsingarinnar og kynningar á henni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við ákvæði 30. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 21. fundur - 09.03.2022

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 23.02.2022, þar sem því er vísað til sveitarstjórnar Múlaþings að samþykkt verði að fyrirliggjandi skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Borgafjarðarhrepps verði kynnt í samræmi við skipulagslög.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson sem beindi spurningum til Stefáns Boga Sveinssonar, Jakob Sigurðsson, Stefán Bogi Sveinsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Eyþór Stefánsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir, að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs, að fyrirliggjandi skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Borgafjarðarhrepps, er varðar lóðastækkun við Bakkaflöt, breytta landnotkun við Jörfa og nýja efnisnámu í Fjarðará, verði kynnt í samræmi við ákvæði 30. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 21. fundur - 10.03.2022

Fyrir heimastjórn Borgarfjarðar liggur að veita umsögn um skipulagslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016.

Fyrirhuguð breyting er þríþætt. Í fyrsta lagi er fyrirhugað að stækka íbúðarsvæði ÍB1 (Bakkaflöt/Bakkavegur 0) til suðurs vestan Bakkavegar og þar bætt við einni lóð. Í öðru lagi verður svæði fyrir leikskóla breytt í athafnasvæði þar sem í dag er dúnvinnsla og því er verið að samræma landnotkunarreit í samræmi við leyfðan atvinnurekstur. Í þriðja lagi er bætt við einu efnistökusvæði í Fjarðará (fyrir ofan brú) sem þó hefur verið tekið úr síðan 1960.

Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 54. fundur - 04.05.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir sem bárust við skipulagslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps vegna breytinga í þéttbýli og við efnisnámu í Fjarðará. Lýsingin var kynnt almenningi frá 17. mars til 31. mars 2022 og bárust engar athugasemdir.
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur jafnframt vinnslutillaga aðalskipulagbreytingarinnar, dags. 2. maí 2022.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 62. fundur - 05.09.2022

Vinnslutillaga breytinga á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 vegna breytinga í þéttbýli og við efnisnámu í Fjarðará var kynnt almenningi frá 25. maí til 15. júní 2022 og bárust engar athugasemdir. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir sem bárust á kynningartíma auk samantektar með viðbrögðum við þeim. Fyrir ráðinu liggur jafnframt tillaga, dagsett júlí 2022, sett fram í greinargerð og á uppdrætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 27. fundur - 14.09.2022

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 05.09.2022, varðandi breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 vegna breytinga í þéttbýli og við efnisnámu í Fjarðará.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi tillaga, varðandi breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 vegna breytinga í þéttbýli og við efnisnámu í Fjarðará, verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 71. fundur - 05.12.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju tillaga til auglýsingar á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 vegna breytinga í þéttbýli og við efnisnámu í Fjarðará. Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum þann 14. september síðast liðinn að tillagan yrði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun tók tillöguna til athugunar og gerði athugasemdir sem brugðist hefur verið við. Uppfærð skipulagsgögn, sett fram í greinargerð og á uppdrætti, dagsett 25.11.22 liggja fyrir ráðinu.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir bréf Skipulagsstofnunar þar sem fram koma athugasemdir við breytingartillöguna og jafnframt endurskoðaða tillögu frá skipulagsráðgjafa þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum stofnunarinnar í samráði við Vegagerðina varðandi efnisnámu í Fjarðará. Útfærsla efnistökunnar hefur verið endurskoðuð í samráði við Vegagerðina. Ráðið telur að brugðist hafi verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar með fullnægjandi hætti og samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Sigurður Jónsson - mæting: 08:30

Sveitarstjórn Múlaþings - 30. fundur - 14.12.2022

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 05.12.2022, varðandi tillögu er varðar breytingar á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004 -2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 vegna breytinga í þéttbýli og við efnisnámu í Fjarðará verði auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 79. fundur - 06.03.2023

Auglýsingu tillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 fyrir þéttbýli og efnisnámu í Fjarðará lauk 23. febrúar síðast liðinn. Engar athugasemdir bárust en Minjastofnunar Íslands fór fram á
breytingu á orðalagi í kafla 4.4.4. í umsögn sinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu þar sem brugðist hefur verið við athugasemd Minjastofnunar Íslands. Málinu er vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 34. fundur - 15.03.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 06.03.23, þar sem tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 fyrir þéttbýli og efnisnámu í Fjarðará var til umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 fyrir þéttbýli og efnisnámu í Fjarðará og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?