Fara í efni

Aðalskipulag Múlaþings

Málsnúmer 202208083

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 27. fundur - 14.09.2022

Til umfjöllunar er vinna við gerð nýs aðalskipulags fyrir Múlaþing.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Vilhjálmur Jónsson og Þröstur Jónsson sem gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fela umhverfis- og framkvæmdaráði að láta hefja vinnu við gerð nýs aðalskipulags fyrir Múlaþing. Gera þarf ráð fyrir fjármagni til verkefnisins í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023 sem og í þriggja ára áætlun fyrir árin 2024 til 2026.

Samþykkt með 10 atkv. einn sat hjá (ÞJ)

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 87. fundur - 19.06.2023

Fundargerð frá 1. fundi stýrihóps um gerð nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 lögð fram til kynningar.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 93. fundur - 04.09.2023

Fundargerð frá 2. fundi stýrihóps um gerð nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 lögð fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 96. fundur - 02.10.2023

Fundargerð frá 3. fundi stýrihóps um gerð nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 lögð fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 97. fundur - 16.10.2023

Fundargerð frá 4. fundi stýrihóps um gerð nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025- 2045 lögð fram til kynningar auk fundargerðar frá kynningu á stöðu verkefnisins sem haldinn var með kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélagsins.
Fyrir ráðinu liggur jafnframt minnisblað um drög að viðfangsefnum og áherslum í nýju aðalskipulagi.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 98. fundur - 30.10.2023

Umræða um viðfangsefni og áherslur í nýju aðalskipulagi Múlaþings.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 101. fundur - 27.11.2023

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 5. fundi stýrihóps um gerð nýs aðalskipulags Múlaþings. Jafnframt eru lögð fram drög að skipulagslýsingu og minnislað um sveitarfélagsmörk.
Lagt er fram til kynningar minnisblað 2 um flokkun landbúnaðarlands og skráningu vega. Gert er ráð fyrir umræðu um það á næsta fundi ráðsins.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 102. fundur - 04.12.2023

Lögð eru fram drög að skipulags- og matslýsingu Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045. Jafnframt liggur fyrir að ræða ferli við skráningu vega og flokkun landbúnaðarlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulags- og matslýsingu nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 og vísar því til sveitarstjórnar að hún verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jafnframt felur ráðið varaformanni ráðsins (ÞB) að taka að sér hlutverk um samráð og upplýsingaöflun við skráningu vega í náttúru Íslands og flokkun landbúnaðarlands.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 42. fundur - 13.12.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 04.12.2023, varðandi Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Pétur Heimisson, Þröstur Jónsson og Ívar Karl Hafliðason

Hildur Þórisdóttir tók við fundarstjórn á meðan Jónína Brynjólfs tók til máls.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi skipulags- og matslýsing nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn á móti (ÞJ)

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 103. fundur - 18.12.2023

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 6. fundi stýrihóps um gerð nýs Aðalskipulags Múlaþings.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 43. fundur - 09.01.2024

Fyrir liggur skipulags- og matslýsing Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 sem hefur verið lögð fram til kynningar í skipulagsgátt.

Vegna lýsingarinnar vill heimastjórn Borgarfjarðar koma eftirfarandi sjónarmiðum á framfæri:

Þar sem vísað er til húsnæðisáætlunar Múlaþings er mikilvægt að því sé haldið til haga að hún tekur ekki til núverandi uppsafnaðrar íbúðaþarfar í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Heimastjórn metur núverandi þörf fyrir húsnæði slíka að það jafnist á við miðspá til ársins 2045.

Í kaflanum um ferðaþjónustu er ekki fjallað sérstaklega um komur leiðangursskipa en komum þeirra til Borgarfjarðar hefur fjölgað umtalsvert og fyrirséð að þeim haldi áfram að fjölga. Ljóst er að nýtt aðalskipulag þarf að fjalla um hvort, hvar og hvernig landtöku verði háttað.

Í kaflanum um náttúruvá eru sjávarflóð/vatnsflóð til umfjöllunar. Heimastjórn telur ástæðu til að nefna svæði á Borgarfirði þar sem þörf er fyrir frekari sjóvarnir t.d. meðfram þorpsgötu og í Njarðvík.

Mikilvægt er að huga að framtíðarskipulagi fyrir þjónustu ökutækja á Borgarfirði n.t.t. bensíndælur, hleðslustöðvar og þvottaplan.

Gert er ráð fyrir að skipulags- og matslýsingin verði kynnt, ásamt fyrstu drögum að flokkun landbúnaðarlands og skráningu vega í náttúru Íslands, á íbúafundi sem haldinn verður á Teams þann 18. janúar næstkomandi. Heimastjórn hvetur Borgfirðinga til að kynna sér efni lýsingarinnar. Óskað er eftir að umsagnir, ábendingar og sjónarmið er varða efni skipulagslýsingarinnar berist fyrir 31. janúar 2024.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.Byggðaráð Múlaþings - 103. fundur - 09.01.2024

Fyrir liggur skipulags- og matslýsing Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 sem hefur verið lögð fram til kynningar í Skipulagsgátt.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 42. fundur - 11.01.2024

Fyrir fundinum liggur skipulags-og matslýsing Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045. Inn á fundinn undir þessum lið kom Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála Múlaþings í gegnum fjarfundabúnað.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsingu Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045.
Gert er ráð fyrir að skipulags- og matslýsing verði kynnt á íbúafundi sem haldinn verður á Teams þann 18.janúar næstkomandi. Heimastjórn Seyðisfjarðar hvetur íbúa til að kynna sér efni lýsingarinnar og bendir á, að ummsagnir og ábendingar þurfa að berast eigi síðar en 31.janúar

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 45. fundur - 11.01.2024

Fyrir fundinum liggur skipulags- og matslýsing Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045.

Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsingu Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 42. fundur - 11.01.2024

Skipulags- og matslýsing Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 hefur verið lögð fram til kynningar í Skipulagsgátt. Óskað er eftir að umsagnir, ábendingar og sjónarmið er varða efni skipulagslýsingarinnar berist fyrir 31. janúar 2024.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 107. fundur - 05.02.2024

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 8. fundi stýrihóps um gerð nýs Aðalskipulags Múlaþings. Verkefnastjóri skipulagsmála kynnir einnig drög að fundaáætlun til næstu 6 mánaða.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 109. fundur - 26.02.2024

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 10. fundi stýrihóps um gerð nýs Aðalskipulags Múlaþings.
Getum við bætt efni þessarar síðu?