Fara í efni

Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 27. fundur - 14.09.2022

Til umfjöllunar er vinna við gerð nýs aðalskipulags fyrir Múlaþing.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Vilhjálmur Jónsson og Þröstur Jónsson sem gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fela umhverfis- og framkvæmdaráði að láta hefja vinnu við gerð nýs aðalskipulags fyrir Múlaþing. Gera þarf ráð fyrir fjármagni til verkefnisins í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023 sem og í þriggja ára áætlun fyrir árin 2024 til 2026.

Samþykkt með 10 atkv. einn sat hjá (ÞJ)

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 87. fundur - 19.06.2023

Fundargerð frá 1. fundi stýrihóps um gerð nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 lögð fram til kynningar.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 93. fundur - 04.09.2023

Fundargerð frá 2. fundi stýrihóps um gerð nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 lögð fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 96. fundur - 02.10.2023

Fundargerð frá 3. fundi stýrihóps um gerð nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 lögð fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 97. fundur - 16.10.2023

Fundargerð frá 4. fundi stýrihóps um gerð nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025- 2045 lögð fram til kynningar auk fundargerðar frá kynningu á stöðu verkefnisins sem haldinn var með kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélagsins.
Fyrir ráðinu liggur jafnframt minnisblað um drög að viðfangsefnum og áherslum í nýju aðalskipulagi.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 98. fundur - 30.10.2023

Umræða um viðfangsefni og áherslur í nýju aðalskipulagi Múlaþings.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 101. fundur - 27.11.2023

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 5. fundi stýrihóps um gerð nýs aðalskipulags Múlaþings. Jafnframt eru lögð fram drög að skipulagslýsingu og minnislað um sveitarfélagsmörk.
Lagt er fram til kynningar minnisblað 2 um flokkun landbúnaðarlands og skráningu vega. Gert er ráð fyrir umræðu um það á næsta fundi ráðsins.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 102. fundur - 04.12.2023

Lögð eru fram drög að skipulags- og matslýsingu Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045. Jafnframt liggur fyrir að ræða ferli við skráningu vega og flokkun landbúnaðarlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulags- og matslýsingu nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 og vísar því til sveitarstjórnar að hún verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jafnframt felur ráðið varaformanni ráðsins (ÞB) að taka að sér hlutverk um samráð og upplýsingaöflun við skráningu vega í náttúru Íslands og flokkun landbúnaðarlands.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 42. fundur - 13.12.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 04.12.2023, varðandi Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Pétur Heimisson, Þröstur Jónsson og Ívar Karl Hafliðason

Hildur Þórisdóttir tók við fundarstjórn á meðan Jónína Brynjólfs tók til máls.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi skipulags- og matslýsing nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn á móti (ÞJ)

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 103. fundur - 18.12.2023

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 6. fundi stýrihóps um gerð nýs Aðalskipulags Múlaþings.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 43. fundur - 09.01.2024

Fyrir liggur skipulags- og matslýsing Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 sem hefur verið lögð fram til kynningar í skipulagsgátt.

Vegna lýsingarinnar vill heimastjórn Borgarfjarðar koma eftirfarandi sjónarmiðum á framfæri:

Þar sem vísað er til húsnæðisáætlunar Múlaþings er mikilvægt að því sé haldið til haga að hún tekur ekki til núverandi uppsafnaðrar íbúðaþarfar í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Heimastjórn metur núverandi þörf fyrir húsnæði slíka að það jafnist á við miðspá til ársins 2045.

Í kaflanum um ferðaþjónustu er ekki fjallað sérstaklega um komur leiðangursskipa en komum þeirra til Borgarfjarðar hefur fjölgað umtalsvert og fyrirséð að þeim haldi áfram að fjölga. Ljóst er að nýtt aðalskipulag þarf að fjalla um hvort, hvar og hvernig landtöku verði háttað.

Í kaflanum um náttúruvá eru sjávarflóð/vatnsflóð til umfjöllunar. Heimastjórn telur ástæðu til að nefna svæði á Borgarfirði þar sem þörf er fyrir frekari sjóvarnir t.d. meðfram þorpsgötu og í Njarðvík.

Mikilvægt er að huga að framtíðarskipulagi fyrir þjónustu ökutækja á Borgarfirði n.t.t. bensíndælur, hleðslustöðvar og þvottaplan.

Gert er ráð fyrir að skipulags- og matslýsingin verði kynnt, ásamt fyrstu drögum að flokkun landbúnaðarlands og skráningu vega í náttúru Íslands, á íbúafundi sem haldinn verður á Teams þann 18. janúar næstkomandi. Heimastjórn hvetur Borgfirðinga til að kynna sér efni lýsingarinnar. Óskað er eftir að umsagnir, ábendingar og sjónarmið er varða efni skipulagslýsingarinnar berist fyrir 31. janúar 2024.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.



Byggðaráð Múlaþings - 103. fundur - 09.01.2024

Fyrir liggur skipulags- og matslýsing Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 sem hefur verið lögð fram til kynningar í Skipulagsgátt.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 42. fundur - 11.01.2024

Fyrir fundinum liggur skipulags-og matslýsing Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045. Inn á fundinn undir þessum lið kom Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála Múlaþings í gegnum fjarfundabúnað.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsingu Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045.
Gert er ráð fyrir að skipulags- og matslýsing verði kynnt á íbúafundi sem haldinn verður á Teams þann 18.janúar næstkomandi. Heimastjórn Seyðisfjarðar hvetur íbúa til að kynna sér efni lýsingarinnar og bendir á, að ummsagnir og ábendingar þurfa að berast eigi síðar en 31.janúar

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 45. fundur - 11.01.2024

Fyrir fundinum liggur skipulags- og matslýsing Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045.

Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsingu Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 42. fundur - 11.01.2024

Skipulags- og matslýsing Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 hefur verið lögð fram til kynningar í Skipulagsgátt. Óskað er eftir að umsagnir, ábendingar og sjónarmið er varða efni skipulagslýsingarinnar berist fyrir 31. janúar 2024.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 107. fundur - 05.02.2024

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 8. fundi stýrihóps um gerð nýs Aðalskipulags Múlaþings. Verkefnastjóri skipulagsmála kynnir einnig drög að fundaáætlun til næstu 6 mánaða.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 109. fundur - 26.02.2024

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 10. fundi stýrihóps um gerð nýs Aðalskipulags Múlaþings.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 111. fundur - 18.03.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka til umfjöllunar fyrstu drög að stefnu um byggð og samfélag í nýju aðalskipulagi Múlaþings.
Jafnframt eru lagðar fram til kynningar þrjár fundargerðir frá síðustu fundum stýrihóps auk minnisblaðs og samantektar á umsögnum og athugasemdum sem bárust á kynningartíma skipulags- og matslýsingar.
Skipulagsfulltrúi og skipulagsráðgjafar frá EFLU verkfræðistofu sitja fundinn undir þessum lið.

Málið er áfram í vinnslu.

Gestir

  • Kamma Dögg Gísladóttir, EFLU - mæting: 10:00
  • Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, EFLU - mæting: 10:00

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 112. fundur - 25.03.2024

Teknar eru fyrir að nýju umsagnir og athugasemdir sem bárust við kynningu skipulags- og matslýsingar nýs aðalskipulags Múlaþings.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa umsögnum og athugasemdum til frekari skoðunar við mótun vinnslutillögu.
Ráðið felur jafnframt skipulagsfulltrúa að láta uppfæra fyrirliggjandi minnisblað með viðbrögðum við athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 120. fundur - 24.06.2024

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá síðasta fundi stýrihóps ásamt drögum að vinnslutillögu greinargerðar aðalskipulags þar sem bætt hefur verið við umfjöllun um atvinnulíf. Jafnframt er tekin til umræðu þróun íbúðasvæða auk verslunar- og þjónustusvæða í þéttbýli.

Málið er áfram í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 121. fundur - 01.07.2024

Umræðu frá síðasta fundi áframhaldið.
Fyrir liggja drög að vinnslutillögu greinargerðar aðalskipulags þar sem bætt hefur verið við umfjöllun um atvinnulíf. Jafnframt er tekin til umræðu þróun íbúðasvæða auk verslunar- og þjónustusvæða í þéttbýli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. Ráðið leggur áherslu á að vinnu byggðaráðs við gerð atvinnustefnu Múlaþings verði hraðað sem kostur er svo stefnan geti nýst við stefnumótun aðalskipulags.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 123. fundur - 09.07.2024

Fyrir liggur bókun frá 121. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs varðandi vinnu við gerð aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 þar sem því er beint til byggðaráðs að hraðað verði vinnu við gerð atvinnustefnu Múlaþings eins og kostur er svo stefnan geti nýst við stefnumótun aðalskipulags.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að bjóða Dagmar Ýr Stefánsdóttur til fundar með byggðaráði í ágúst þar sem farið verði yfir vinnu og samtal sem hefur farið fram af hálfu SSA við atvinnulíf á Austurlandi. Einnig verði atvinnu- og menningarmálastjóri Múlaþings boðuð á fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 124. fundur - 26.08.2024

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 15. fundi stýrihóps um gerð nýs Aðalskipulags Múlaþings.

Byggðaráð Múlaþings - 126. fundur - 27.08.2024

Fyrir liggur bókun frá 121. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs varðandi vinnu við gerð aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 þar sem því er beint til byggðaráðs að hraðað verði vinnu við gerð atvinnustefnu Múlaþings eins og kostur er svo stefnan geti nýst við stefnumótun aðalskipulags. Inn á fundinn undir þessum lið tengdust Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarmálastjóri Múlaþings, og Dagmar Ýr Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar og SSA.

Í vinnslu

Gestir

  • Aðalheiður Borgþórsdóttir og Dagmar Ýr Stefánsdóttir - mæting: 09:15

Byggðaráð Múlaþings - 127. fundur - 03.09.2024

Fyrir liggur bókun frá 121. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs varðandi vinnu við gerð aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 þar sem því er beint til byggðaráðs að hraðað verði vinnu við gerð atvinnustefnu Múlaþings eins og kostur er svo stefnan geti nýst við stefnumótun aðalskipulags. Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarmálastjóri Múlaþings, sat fundinn undir þessum lið.

Í vinnslu.

Gestir

  • Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 09:40

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 128. fundur - 30.09.2024

Skipulagsráðgjafar EFLU, Kamma Dögg Gísladóttir, Ásgeir Jónsson og Sólveig Sigurðardóttir sátu fundinn undir þessum lið.

Tekin voru til umfjöllunar drög að stefnu og skilmálum fyrir frístundabyggð og landbúnaðarsvæði í tengslum við nýtt aðalskipulag Múlaþings.
Janframt voru lögð fram til kynningar og umræðu drög að skýrslu um flokkun landbúnaðarlands auk stöðuskýrslu um frístundbabyggð í sveitarfélaginu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 129. fundur - 07.10.2024

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá vinnufundi stýrihóps og umhverfis- og framkvæmdaráðs 30. sept 2024.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 135. fundur - 02.12.2024

Verkefnastjóri skipulagsmála fer yfir stöðu verkefnis.
Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 53. fundur - 05.12.2024

Unnið er að aðalskipulagi Múlaþings 2025-2045. Inn á fund heimastjórnar komu Sóley Valdimarsdóttir verkefnisstjóri umhverfismála, Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi og Kamma Dögg Gísladóttir starfsmaður Eflu og kynntu drögin. M.a. var rætt um mögulega staðsetningu eldsneytis- og orkustöðva innan þéttbýlis Borgarfjarðar og mögulega útvíkkun á þéttbýlismörkum. Áhugasamir geta kynnt sér skipulagsdrögin á vefsíðu Múlaþings.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir - mæting: 11:15
  • Kamma Dögg Gísladóttir - mæting: 11:15
  • Sóley Valdimarsdóttir - mæting: 11:15

Heimastjórn Djúpavogs - 55. fundur - 05.12.2024

Verkefnastjóri skipulagsmála, skipulagsfulltrúi og verkefnastjóri aðalskipulags Múlaþings sitja fundinn undir þessum lið og fara yfir vinnu við aðalskipulag Múlaþings 2025-2045
Vinnslutillaga að aðalskipulagi er langt komin og gert er ráð fyrir að hún fari í kynningu í byrjun næsta árs. Haldnir verða íbúafundir í öllum byggðarkjörnum um vinnslutillöguna og þar fá íbúar og aðrir tækifæri til að koma með ábendingar og athugasemdir.

Heimastjórn kom ýmsum ábendingum á framfæri.

Gestir

  • Kamma Dögg Gílsladóttir
  • Sigríður Kirstjánsdóttir
  • Sóley Valdimarsdóttir

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 53. fundur - 05.12.2024

Á fundinn undir þessum lið mættu skipulagsfulltrúi og verkefnastjóri skipulagsmála hjá Múlaþingi og Kamma Dögg Gísladóttir, skipulagsráðgjafi hjá Eflu, sem fóru yfir stöðu gerðar aðalaskipulags fyrir Múlaþing og ræddu eintök atriði sem við koma Fljótsdalshéraði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs mun taka málið aftur á dagskrá á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 51. fundur - 06.12.2024

Á fundinn undir þessum lið mættu Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi hjá Múlaþingi og Kamma Dögg Gísladóttir, skipulagsráðgjafi hjá Eflu, og fóru yfir vinnu við aðalskipulag og málefni er varða Seyðisfjörð.
Heimastjórn Seyðisfjarðar þakkar Sigríði Kristjánsdóttur skipulagsfulltrúa og Kömmu Dögg Gísladóttur skipulagsráðgjafa hjá Eflu fyrir góða yfirferð á stöðu mála er varðar vinnslu aðalskipulags. Til umræðu var m.a. íþrótta- og útivistarsvæði og staðsetning tjaldsvæðis. Vinnslutillaga að aðalskipulagi er langt komin og gert er ráð fyrir að hún fari í kynningu í byrjun næsta árs. Haldnir verða íbúafundir í öllum byggðarkjörnum um vinnslutillöguna og þar fá íbúar og aðrir tækifæri til að koma með ábendingar og athugasemdir.

Lagt fram til kynningar

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir og Kamma Dögg Gísladóttir - mæting: 11:05

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 137. fundur - 13.01.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Lögð er fram til kynningar fundargerð frá fundum verkefnastjóra nýs aðalskipulags með heimastjórnum sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 54. fundur - 16.01.2025

Fyrir liggja gögn vegna gerðar aðalskipulags Múlaþings 2025 til 2045. Málið var á dagskrá síðasta fundar heimastjórnar en var þá vísað til næsta fundar til frekari umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemd við greinargerð um aðalskipulagið að svo stöddu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 141. fundur - 24.02.2025

Fyrir liggja drög að vinnslutillögu nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 ásamt fylgigögnum.
Málið er áfram í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 142. fundur - 03.03.2025

Vinnufundur umhverfis- og framkvæmdaráðs vegna nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045.
Mál áfram í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 143. fundur - 10.03.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja drög að vinnslutillögu nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 ásamt fylgigögnum.
Áheyrnarfulltrúi M-lista (BVW) leggur fram eftirfarandi tillögu:
Vegna þess að skipulagskortin, sem tengjast Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045, eru ekki tilbúin fyrir fund UFR 10.3.2025 er lagt til að endanlegri afgreiðslu vinnslutillögunnar verði frestað þar til að gleggri mynd verði komin á aðalskipulagstillöguna alla.

Tillagan var felld með öllum greiddum atkvæðum.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum er tengjast þéttbýlisuppdrætti fyrir Egilsstaði og Fellabæ, verði kynnt í Skipulagsgátt og á íbúafundum, til samræmis við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Afgreiðslu málsins vísað til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

Sveitarstjórn Múlaþings - 56. fundur - 12.03.2025

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 10.03.2025, varðandi Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045. Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga á vinnslustigi að nýju aðalskipulagi Múlaþings 2025-2045.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Þröstur Jónsson, Eyþór Stefánsson sem bar upp fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir kom til svara, Eyþór Stefánsson, Jónína Brynjólfsdóttir til svara, Ívar Karl Hafliðason, Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir sem kom til svara og Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga vegna nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 verði kynnt, í Skipulagsgátt og á íbúafundum, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með 10 atkvæðum einn sat hjá (ÞJ)

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 145. fundur - 24.03.2025

Farið er yfir fyrirkomulag og tímasetningu fyrirhugaðra íbúafunda í tengslum við kynningu vinnslutillögu nýs aðalskipulags.
Jafnframt er lagt fram til kynningar minnisblað um almennt hæfi sveitarstjórnarmanna vegna aðalskipulagstillögu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að íbúafundir verði haldnir milli kl. 17:00 og 19:00 á eftirfarandi stöðum:
2. apríl - Egilsstaðir, Valaskjálf
3. apríl - Borgarfjörður, Fjarðarborg
9. apríl - Seyðisfjörður, Herðubreið
10. apríl - Djúpivogur, Hótel Framtíð

Íbúar eru hvattir til að fjölmenna á fundina og kynna sér nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins. Rafræn kynning verður einnig gerð aðgengileg á heimasíðunni og samfélagsmiðlum.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 148. fundur - 28.04.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Vinnslutillaga nýs aðalskipulags Múlaþings er nú í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar vinnslutillögu aðalskipulags til umsagnar hjá byggðaráði, fjölskylduráði, heimastjórnum, ungmennaráði, öldungaráði og starfshópi um málefni fatlaðs fólks.

Samþykkt samhljóða.

Ungmennaráð Múlaþings - 39. fundur - 05.05.2025

Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi kynnti vinnslutillögu nýs aðalskipulags Múlaþings sem nú er í kynningarferli skv. 2 mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsfulltrúi kynnti vinnslutillögu nýs aðalskipulags Múlaþings sem nú er í kynningarferli skv. 2 mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Byggðaráð Múlaþings - 152. fundur - 06.05.2025

Fyrir liggur til umsagnar vinnslutillaga nýs aðalskipulags Múlaþings sem er í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vakin er athygli að gögn vegna vinnu við aðalskipulagið má finna hér https://skipulagsgatt.is/issues/2023/1030
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð felur sveitarstjóra að koma ábendingum á framfæri við umhverfis- og framkvæmdaráð í samræmi við umræður á fundinum. Byggðaráð óskar einnig eftir að Skipulagsfulltrúi og verkefnastjóri skipulagsmála á vegum umhverfis- og framkvæmdasviðs komi inn á næsta fund byggðaráðs varðandi ábendingar við vinnslutillögu nýs Aðalskipulags Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 131. fundur - 06.05.2025

Skipulags- og matslýsing Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 hefur verið lögð fram til kynningar í Skipulagsgátt. Óskað er eftir að umsagnir, ábendingar og sjónarmið er varða efni skipulagslýsingarinnar berist fyrir 14. maí 2025.
Fjölskylduráð þakkar fyrir þá miklu vinnu sem lögð hefur verið í undirbúning við aðalskipulagið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 56. fundur - 08.05.2025

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 28.4.2025 var vinnslutillögu aðalskipulags vísað til umsagnar hjá byggðaráði, fjölskylduráði, heimastjórnum, ungmennaráði, öldungaráði og starfshópi um málefni fatlaðs fólks. Vakin er athygli að gögn vegna vinnu við aðalskipulagið má finna hér https://skipulagsgatt.is/issues/2023/1030
Lagt fram til kynningar.


Heimastjórn Borgarfjarðar - 59. fundur - 08.05.2025

Umhverfis- og framkvæmdaráð vísaði vinnslutillögu aðalskipulags til umsagnar hjá byggðaráði, fjölskylduráði, heimastjórnum, ungmennaráði, öldungaráði og starfshópi um málefni fatlaðs fólks en hún er nú í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Íbúafundur var haldinn á Borgarfirði 3. apríl síðastliðinn og hvetur heimastjórn íbúa til að skila inn sínum athugasemdum en fresturinn rennur út 13. maí. Hér er hlekkur á öll gögn: https://skipulagsgatt.is/issues/2023/1030
Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu en bendir á að mikilvægt er að skoða vel reiti ÍB907 og ÍB904 með tilliti til þess hvar skipulagðar verða lóðir fyrir minni hús.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Öldungaráð Múlaþings - 10. fundur - 08.05.2025

Til umsagnar er vinnslutillaga aðalskipulags Múlaþings 2025-2045.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Öldungaráð lýsir ánægju sinni með þá góðu og miklu vinnu sem liggur að baki vinnslutillögu aðalskipulags Múlaþings. Ráðið bendir jafnframt á að fullt tilefni sé til þess að huga að húsnæðisþörfum eldri borgara í aðalskipulagi til að mynda með því að setja þá stefnu að metið sé við skipulagningu íbúðahverfa hvort þörf sé fyrir að eyrnmamerkja lóðir eða svæði fyrir eldri borgara. Öldungaráð leggur áherslu á að horft sé til þess að húsnæði fyrir eldri borgara séu staðsett þannig að stutt sé í flesta þjónustu og afþreyingu þannig að eldri borgarar geti verið sjálfbjarga og sem lengst heima.
Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 58. fundur - 08.05.2025

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 28.4.2025 var vinnslutillögu aðalskipulags vísað til umsagnar hjá byggðaráði, fjölskylduráði, heimastjórnum, ungmennaráði, öldungaráði og starfshópi um málefni fatlaðs fólks. Vakin er athygli að gögn vegna vinnu við aðalskipulagið má finnd hér https://skipulagsgatt.is/issues/2023/1030
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs lýsir ánægju með þá miklu vinnu sem lögð hefur verið í gerð vinnslutillögu að aðalskipulagi og það mikilvæga samráð sem þegar hefur farið fram.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á að í aðalskipulaginu verði skýr stefna um uppbyggingu á vexti Egilsstaða sem samgöngu-, þjónustu- og atvinnumiðstöðvar á Austurlandi. Þá verði betur skýrð stefnan og framtíðarsýn um landbúnað og atvinnustarfsemi í dreifbýli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 150. fundur - 19.05.2025

Kynningu vinnslutillögu nýs aðalskipulags Múlaþings, skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, lauk þann 13. maí sl.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur starfsmönnum að taka saman athugasemdir og umsagnir sem bárust við skipulagstillöguna og skipar jafnframt Þórhall Borgarsson, fyrir hönd meirihluta, og Hannes Karl Hilmarsson, fyrir hönd minnihluta, til að koma með tillögur að viðbrögðum við þeim eftir því sem við á. Samantekt og tillögur verða lagðar fyrir ráðið að þeirri vinnu lokinni.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 155. fundur - 03.06.2025

Inn á fundinn undir þessum lið kom Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála Múlaþings til að fara yfir ábendingar byggðaráðs vegna vinnslutillögu nýs Aðalskipulags Múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð þakkar starfsmönnum umhverfis- og framkvæmdasvið fyrir góða vinnu við vinnslutillögu að nýju aðalskipulagi Múlaþings. Byggðaráð óskar þess að tekið verði tillit til tillagna ráðsins samkvæmt umræðum á fundinum við vinnu við lokatillögu aðalskipulagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Sóley Valdimarsdóttir

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 153. fundur - 16.06.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur staða á verksamningi vegna gerðar nýs Aðalskipulags Múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að framhald verkefnisins verði í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað. Ljóst er að kostnaður við verkefnið er meiri en gert var ráð fyrir í upphafi meðal annars vegna kröfu Vegagerðarinnar um aukið samráð í tengslum við skráningu vega í náttúru Íslands. Jafnframt voru ófyrirséðar áskoranir við samþættingu gildandi skipulagsgagna og uppfærslu þeirra í samræmi við nútímakröfur.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 157. fundur - 18.08.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur að taka til umfjöllunar einstök atriði er tengjast áframhaldandi vinnu við skipulagstillögu nýs aðalskipulags múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur stýrihóp að vinna áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 158. fundur - 25.08.2025

Fyrir liggur að taka til umfjöllunar einstök atriði er tengjast áframhaldandi vinnu við skipulagstillögu nýs aðalskipulags múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur stýrihóp að vinna áfram í samræmi við umræður á fundinum hvað varðar stefnu um raflínur í jörð.
Ráðið vísar fyrirliggjandi minnisblaði að öðru leiti til byggðaráðs og óskar eftir afstöðu þess til atriða sem þar koma fram og tengjast stefnu um atvinnumál er varða skógrækt og gistirekstur.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 159. fundur - 01.09.2025

Farið yfir stöðu verkefnis.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 163. fundur - 02.09.2025

Fyrir liggur bókun frá 158. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þar sem fyrirliggjandi minnisblaði er vísað til byggðaráðs og óskað eftir afstöðu ráðsins til stefnu um atvinnumál er varða skógrækt og gistirekstur í aðalskipulagi. Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála sat fundinn undir þessum lið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að við gerð tillögu nýs Aðalskipulags Múlaþings verði mörkuð sú stefna að ný skógræktaráform sem nái til 200 ha. eða stærra svæðis séu háð því að svæðið sé afmarkað sem skógræktar og landgræðslusvæði (SL). Nýskógrækt á reitum sem eru undir 200 ha. að stærð eru ekki færðir inn á aðalskipulagsuppdrátt ef þeir falla að ákvæðum um skógrækt á landbúnaðarsvæðum (L). Skógrækt á landbúnaðarlandi umfram 10 ha. er framkvæmdaleyfisskyld og skal þá skila inn ítarlegri ræktunaráætlun ásamt uppdrætti sem gerir grein fyrir umfangi framkvæmdar.

Jafnframt samþykkir byggðaráð að gera skuli ráð fyrir eftirfarandi stefnu um gistirekstur í aðalskipulagi sveitarfélagsins:
Á íbúðasvæðum í þéttbýli og dreifbýli er eingöngu heimil heimagisting í flokki I skv. reglugerð nr. 1277/2016, nema annað sé tilgreint í sérskilmálum.
Á athafnasvæðum og svæðum sem skilgreind eru fyrir frístundabyggð er heimilt að vera með minni gistiheimili í flokki II skv. reglugerð nr. 1277/2016, ef gert er ráð fyrir slíkum rekstri í deiliskipulagi.
Á bújörðum er heimilt að vera með gistirekstur fyrir allt að 20 gesti í 10 herbergjum flokki I og II. Fari fjöldi gesta umfram það skal reiturinn skilgreindur fyrir verslun- og þjónustu.

Samþykkt samhljóða án atvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 160. fundur - 15.09.2025

Fyrir liggja drög að viðbrögðum við umsögnum sem bárust við kynningu vinnslutillögu nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045.
Mál áfram í vinnslu og verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 161. fundur - 22.09.2025

Fyrir liggur áframhaldandi vinna við yfirferð á viðbrögðum við umsögnum sem bárust við kynningu vinnslutillögu nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045. Jafnframt liggja fyrir tvö minnisblöð, annars vegar um mörk sveitarfélagsins og frístundabyggðir hins vegar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að viðbrögðum við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna að tillögu til auglýsingar í samræmi.
Jafnframt samþykkir ráðið að skógræktaráform upp að 25ha. verði ekki leyfisskyld og skógrækt undir 200ha. sé heimil á landbúnaðarlandi.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 162. fundur - 29.09.2025

Fyrir liggja drög að tillögu til auglýsingar fyrir nýtt Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045.
Mál áfram í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 163. fundur - 06.10.2025

Fyrir liggur tillaga að nýju Aðalskipulagi Múlaþings 2025-2045 sem sett er fram í greinargerð, forsendu- og umhverfismatsskýrslu auk skipulagsuppdrátta. Meðfylgjandi eru jafnframt ýmis fylgiskjöl og skýringaruppdrættir.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi skipulagstillögu nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045, ásamt fylgigögnum, til sveitastjórnar til auglýsingar í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóma.

Sveitarstjórn Múlaþings - 61. fundur - 15.10.2025

Fyrir liggur tillaga að nýju Aðalskipulagi Múlaþings 2025-2045 sem sett er fram í greinargerð, forsendu- og umhverfismatsskýrslu auk skipulagsuppdrátta. Meðfylgjandi eru jafnframt ýmis fylgiskjöl og skýringaruppdrættir.
Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Ívar Karl Hafliðason, Þröstur Jónsson sem lagði fram bókun, Ásdís Hafrún Benediktsdóttir og Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
Sveitastjórn samþykkir að fyrirliggjandi skipulagstillaga nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045, ásamt fylgigögnum, verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn á móti (ÞJ)

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Það vekur athygli í þessari tillögu aðalskipulags, að í þéttbýlisuppdrætti fyrir Egilsstaði er nú kominn Borgarfjarðarvegur með "Norðurleiðar-brú við Melshorn". Þar með er meirihlutinn og minnihlutinn (að frátöldum minnsta hluta M lista) búinn að viðurkenna mistök sín með vali á Suðurleið frá Fjarðarheiðargöngum.
Þarna er nú komin brú við Melshorn með tilheyrandi veg inn með Melum alveg eins og gert var ráð fyrir í Norðurleið frá göngum. Neikvæð áhrif á ræktarland og kostnaður vegna landakaupa ekki ósennilega tvöfaldaður.
Ofan á allt þetta bætist síðan klúðurslegar vegtengingar við Eiðaveg og engin lausn með legu Lagarfljótsbrúar sem var algjörlega fyrirséð með vali á Norðurleið, inn Keldu og yfir syðst við odda Egilsstaðaness, með lámörkun áhrifa á ræktarland.
Hver ætlar að borga brúsann af þessari vitleysu? Vegagerðin? Múlaþing?
Ábyrgðarleysið er algjört, rökhugsunin engin, framtíðarsýnin engin.
Getum við bætt efni þessarar síðu?