Fara í efni

Aðalskipulag Múlaþings

Málsnúmer 202208083

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 27. fundur - 14.09.2022

Til umfjöllunar er vinna við gerð nýs aðalskipulags fyrir Múlaþing.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Vilhjálmur Jónsson og Þröstur Jónsson sem gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fela umhverfis- og framkvæmdaráði að láta hefja vinnu við gerð nýs aðalskipulags fyrir Múlaþing. Gera þarf ráð fyrir fjármagni til verkefnisins í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023 sem og í þriggja ára áætlun fyrir árin 2024 til 2026.

Samþykkt með 10 atkv. einn sat hjá (ÞJ)
Getum við bætt efni þessarar síðu?