Fara í efni

Ungmennaráð Múlaþings

42. fundur 27. október 2025 kl. 16:15 - 17:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Aron Bergur Hjaltason aðalmaður
  • Helgi Sævar Steingrímsson aðalmaður
  • Bergþóra Thea Birgisdóttir aðalmaður
  • Ína Berglind Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Bragi Daðason aðalmaður
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Þóra Björnsdóttir deildastjóri frístunda og forvarna
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Dagný Erla Ómarsdóttir deildastjóri íþrótta og tómstunda
Fundargerð ritaði: Þóra Björnsdóttir deildastjóri frístunda og forvarna

1.Ráðstefna ungmennaráða sveitarfélaga

Málsnúmer 202510172Vakta málsnúmer

Fyrirhuguð ráðstefna ungmennaráða sveitarfélaga kynnt ungmennaráði Múlaþings sem haldin verður 5.desember 2025 í Reykjavík.
Fyrirhuguð ráðstefna ungmennaráða sveitarfélaga kynnt ungmennaráði Múlaþings sem haldin verður 5.desember 2025 í Reykjavík. Áhugasöm um þátttöku eru 8 úr ungmennaráði.

2.Forvarnar- og fræðsluáætlun Múlaþings

Málsnúmer 202409133Vakta málsnúmer

Drög að fræðsluáætlun kynnt ungmennaráði.
Ungmennaráð leggur til að bæta inn fræðslu um sjálfsstyrkingu, sjálfsskaða og sjálfsvígshugsanir þannig að það sé ekki feimnismál að ræða um það. Einnig hvernig hægt er að bregðast við áföllum, hvernig krakkar geta brugðist við ef einhver leitar til þeirra þannig að fræðslan sem eigi sér stað nái til allra aldurshópa og þau geti nýtt hana.

3.Tómstundavefur

Málsnúmer 202510174Vakta málsnúmer

Væntanlegur tómstundavefur Múlaþings kynntur og ræddur.
Ungmennaráðið fagnar tilkomu svona vefs en leggur til eftirfarandi:
Mikilvægi þess að hafa allar tómstundir sem boðið er uppá í Múlaþingi fyrir alla aldurshópa. Einnig að setja inn tímabundna viðburði t.d. þegar það eru í boði ákveðin námskeið. Atburði t.d. tónleika, bingó eða þess háttar, hvar hægt er að skrá sig eða hvar viðurður er haldinn. Hægt væri að bæta við einum flipa sem eru viðburðir næstu mánaða, skipta svo viðburðum eftir hvort það sé fyrir börn/ungmenni eða fullorðna. Samræma við viðburðardagatal Múlaþings.
Hafa beina slóð á Abler eða slóð á hvar hægt er að skrá barnið. Sameiginleg ræktarkort. Hafa tónlistarskólana með, kanna fyrir hvern kjarna hvaða hljóðfæri er í boði að æfa á og hvenær? Link inná síður tónlistaskólanna, símanúmer og helstu upplýsingum.

4.Erasmus ungmennaskipti

Málsnúmer 202410215Vakta málsnúmer

Rætt um fyrirhuguð ungmennaskipti innan Erasmus aðildar.
Farið var yfir fund sem haldinn var ásamt mögulegum samstarfslöndum, Króatíu, Litháen og Finnlandi. Rakel kynnti stuttlega hvað rætt var á fundinum. Samþykkt að halda þessu samtali áfram.

5.Skýrsla verkefnastjóra

Málsnúmer 202501167Vakta málsnúmer

Önnur mál
Athuga Fund varðandi Barnvæn sveitarfélög ásamt stýrihópi og hvenær sú vinna fer í gang. Einnig að boða vegagerðina á fund sem fyrst til að ræða mál sem tekin voru upp á sameiginlegum fundi með sveitarstjórn í maí.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?