Fara í efni

Djúpavogshöfn

Frá upphafi hefur sjávarútvegur verið ein af undirstöðu atvinnugreinum á Djúpavogi. Vægi þessa hefur minnkað síðastliðin ár, en fiskeldi og slátrun á eldisfiski hafa verið aukast og orðin undirstaða í atvinnu á staðnum. Koma skemmtiferðaskipa hefur einnig aukist jafnt og þétt síðustu ár, þau koma að bryggju í Gleðivík eða leggjast á akkeri utan við höfnina.

 

Djúpavogshöfn skiptist í tvær aðskildar hafnaraðstöður:

Gleðivík (í Innri-Gleðivík) þar er 75 metra stál viðlegukantur, dýpi 9 metrar, höfnin er óvarin og þar getur verið slæm lega í óhagstæðum vindáttum. Aðkoma er mörkuð með landmerkjum (græn ljós) og rauðum baujustaur (hafa á bakborða á innleið). Þessi aðstaða er mest notuð af vöruskipum og litlum skemmtiferðaskipum (110 m að hámarki).

Gamla höfnin er í Djúpavogi, við Fiskimannatanga. Hún er vel varin af náttúrunnar hendi og hafnargarði. Aðsigling er afmörkuð af þremur baujum og landmerkjum (rauð ljós). Viðlegu/löndunarkantar eru 20+60+55 metra stálþil með tveimur löndunarkrönum. Olíuafgreiðsla er á 20 metra hlutanum til að þjónusta smábáta. 60+55 metra hlutarnir eru notaðir til löndunar á fiski og eldisfiski. Innar í höfninni er ný harðviðarbryggja 35 metra löng og 140 metra flotbryggjur (280 m. viðlega).

 

tengill á síðu Gjaldskrá

Síðast uppfært 08. september 2022
Getum við bætt efni þessarar síðu?