Fara í efni

Borgarfjarðarhöfn

Bátahöfnin á Borgarfirði stendur við Hafnarhólma en Hafnarhólmi er einn vinsælasti ferðamannastaður Austurlands. Frá höfninni eru gerðir út 12 bátar að jafnaði. Landanir eru um 700-800 á ári, 1000-1200 tonn. Sumarið 2003 fékk höfnin fyrst afhentan bláfánann. Það er viðurkenning sem veitt er fyrir góðan aðbúnað og snyrtimennsku við smáar hafnir. Þetta er önnur höfnin á Íslandi sem fékk þessa viðurkenningu en sú fyrsta var Stykkishólmshöfn.

Nýtt og glæsilegt þjónustuhús við höfnina á Borgarfirði eystra var opnað í sumar. Arkitektar hússins eru Andersen & Sigurdsson Arkitektar.

 

tengill á síðu Gjaldskrá

Síðast uppfært 21. janúar 2022
Getum við bætt efni þessarar síðu?