Fara í efni

Seyðisfjarðarhöfn

Hafnarvog

Hafnargötu 52A
710 Seyðisfirði
Yfirhafnarvörður Rúnar Gunnarsson
Sími 862 1424
Netfang port@mulathing.is


Um Seyðisfjarðarhöfn

Seyðisfjarðarhöfn er skjólgóð, fjörðurinn djúpur og skerjalaus. Höfnin er hin íslenska heimahöfn bíla- og farþegaferjunnar Norrænu, en hún siglir á milli Færeyja, Íslands og Danmerkur vikulega, árið um kring. Koma skemmtiferðaskipa hefur aukist ár frá ári og þjónusta við skip og farþega er eins og best verður á kosið. Seyðisfjarðarhöfn veitir almenna hafnarþjónustu eins og viðlegu eða legu fyrir skip og báta afgreiðslu á ferskvatni, rafmagni, og sorphirðu, vigtun og hafnsögu.

Veður upplýsingar
Til að sjá veðrið á Seyðisfirði þá má smella hér til að sjá veðurstöð Seyðisfjarðarhafnar.

 

Seyðisfjarðarhöfn skiptist í tvær hafnaraðstöður:

Strandarbakki er sunnan megin í botni fjarðarins er aðalega ætlaður skemmtiferðaskipum og stærri skipum. Þar er afgirt tollasvæði, þjónustuhús og biðsalur fyrir sjófarendur. Lengd 170M og dýpt að lágmarki 10M. Flotbryggja er staðsett rétt við Strandarbakka, GPS: 65°15’50″N 14°00’00″W

Bjólfsbakki er norðan megin í botni fjarðarins og er aðalega ætlaður lestun og losun ýmissar vöru, einnig er hægt að leggja þar fyrir smærri viðgerðir. Lengd 150M og dýpt að lágmarki 7M.

 

tengill á heimasíðu Gjaldskrá

tengill á heimasíðu Heimasíða Seyðisfjarðarhafnar

Síðast uppfært 21. janúar 2022
Getum við bætt efni þessarar síðu?