Fara í efni

Upplýsingar vegna Covid-19

Eitt nýtt smit bættist við á Austurlandi í fyrrakvöld, viðkomandi var ekki í sóttkví við greiningu. Smitið hefur tengsl við grunnskólann á Fáskrúðsfirði svo í kjölfarið var ákveðið í samráði við Aðgerðastjórn að hafa skólann og leikskólann á Fáskrúðsfirði lokaða í gær og í dag, föstudag, á meðan unnið er að smitrakningu. Um 60 mættu í sýnatöku í gærmorgun á Reyðarfirði í tengslum við smitrakningu.

Á Vopnafirði voru tekin um 100 sýni í fyrradag, hluti af þeim var seinni sýnataka hjá einstaklingum í sóttkví. Sýnin voru send með flugi snemma í gærmorgun.
Engin ný smit hafa greinst á Egilsstöðum. Aðgerðastjórn fylgist áfram með gangi mála og sendir út frekari tilkynningar þegar nýjar upplýsingar berast.


Getum við bætt efni þessarar síðu?