Fara í efni

Upplýsingar vegna Covid-19

Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi - covid 19
21.02.22 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi - covid 19

Aðgerðastjórn hvetur því íbúa til að gæta að sér í hvívetna og halda sig til hlés þar sem það er mögulegt. Þá vekur hún athygli á að hvorki skal fara í skóla né til vinnu hafi fólk einkenni COVID smits og fara í sýnatöku og smitgát þar til svar liggur fyrir. 
Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi - covid 19
28.01.22 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi - covid 19

Stjórnin hvetur því til þess að við förum hægt um gleðinnar dyr sem smátt og smátt eru að opnast, gætum áfram að eigin persónubundnu sóttvörnum og förum ofurvarlega um svæði þar sem við erum veikust fyrir, á sjúkrastofnunum og gagnvart þeim sem þar dvelja og starfa.
Tilkynning frá Aðgerðarstjórn á Austurlandi - covid 19
19.01.22 Fréttir

Tilkynning frá Aðgerðarstjórn á Austurlandi - covid 19

Síðastliðinn sólarhring greindust um 20 ný smit á Austurlandi, langflest þeirra á Reyðarfirði og í Neskaupstað. Það er því viðbúið að fleiri smit greinist næstu daga þar sem enn er töluverður fjöldi í sóttkví. Áfram er því mikilvægt að íbúar Austurlands fari í sýnatöku við minnstu einkenni eða grun um útsetningu smits.
Tilkynning frá Aðgerðarstjórn á Austurlandi - covid 19
17.01.22 Fréttir

Tilkynning frá Aðgerðarstjórn á Austurlandi - covid 19

Sú jákvæða þróun sem að framan er lýst byggir á samstilltu átaki alls og allra í samfélaginu okkar á Austurlandi. Aðgerðastjórn þakkar íbúum góð viðbrögð og þátttöku í persónulegum smitvörnum og treystir á áframhaldandi góða samvinnu. Í hönd fer tími þorrablóta sem er tengdur samveru og hópamyndun í hugum okkar margra. Í því sambandi skal minnt á gildandi hópatakmörk við 10 manns og það að virða þau mörk er mjög mikilvæg sóttvarnaaðgerð.
Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi - covid 19
15.01.22 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi - covid 19

Við hvetjum alla þá sem eru með einkenni eða telja sig hafa verið útsettir fyrir smiti, að fara í sýnatöku og halda sig til hlés á meðan beðið er eftir niðurstöðum. Fólk skráir sig í sýnatöku á heilsuvera.is.
Tilkynning frá Aðgerðarstjórn á Austurlandi - covid 19
13.01.22 Fréttir

Tilkynning frá Aðgerðarstjórn á Austurlandi - covid 19

Talsverður fjöldi smita af völdum COVID-19 hafa greinst á Austurlandi undanfarið og síðustu tvo sólarhringa hafa bæst við um 30 ný smit á svæðinu. Staðan í faraldrinum er því orðin verulega þung og farin að reyna á víða í samfélaginu hér á Austurlandi. Þá hafa smit áhrif á starfsemi og mönnun í heilbrigðiskerfinu þar sem má lítið út af bregða til þess að þjónusta skerðist verulega. Ljóst er að grípa þarf til aðgerða til að létta þar á og minnka útbreiðslu smita og veikindum því tengdu.
Tilkynning frá Aðgerðarstjórn á Austurlandi - covid 19
13.01.22 Fréttir

Tilkynning frá Aðgerðarstjórn á Austurlandi - covid 19

Í ljósi aðstæðna þar sem neyðarstigi hefur verið lýst yfir, brýnir aðgerðastjórn til ýtrustu varkárni, hvort heldur það snýr að okkur sem einstaklingum eða að fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum. Þá þykir ástæða til að árétta grímuskyldu í verslunum til að mynda, sem og hefðbundna brýningu um að gæta að fjarlægðarmörkum, muna eftir handþvotti og sprittnotkun. Förum varlega.
Tilkynning frá Aðgerðarstjórn á Austurlandi - covid 19
11.01.22 Fréttir

Tilkynning frá Aðgerðarstjórn á Austurlandi - covid 19

Á Austurlandi eru nú 103 í einangrun og 160 í sóttkví. Dreifing smita er víðtæk og um allt Austurland. Talsverður fjöldi smita hefur greinst í Eskifjarðarskóla síðustu daga og í mörgum bekkjum skólans. Vegna þessa hefur verið ákveðið að Eskifjarðarskóli verði lokaður á morgun, miðvikudaginn 12.1. 2022.
Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi, covid-19
05.01.22 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi, covid-19

Á Austurlandi eru 71 í einangrun og 77 í sóttkví samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Í gær voru tekin um 240 sýni á Reyðarfirði, Egilsstöðum og Vopnafirði og úr þeim sýnatökum greindust milli 20-30 ný smit. Í fyrradag, mánudaginn 3. janúar, var engin sýnataka vegna veðurs. Fleiri sýni voru því að líkindum tekin í gær en ella.
Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi, covid-19
03.01.22 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi, covid-19

Vegna veðurs var öllum sýnatökum vegna COVID-19 aflýst á Austurlandi í dag. Það hefur vissulega áhrif á fjölda smittalna í fjórðungnum en fyrir liggur eftir sem áður að smit eru mörg og dreifð auk þess sem vaxandi fjöldi er í sóttkví.
Getum við bætt efni þessarar síðu?