Fara í efni

Upplýsingar vegna Covid-19

Tilkynning frá aðgerðarstjórn Austurlands

Þrír eru í einangrun á Austurlandi vegna COVID smits. Engin smit hafa greinst nýlega.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, COVID-19

Á Austurlandi eru nú 7 í einangrun og 58 í sóttkví. Töluverður fjöldi er í sóttkví og verður það áfram þar til seinni sýnatakan fer fram. Vonir standa til að tekist hafi að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita.
Lesa

Frá aðgerðastjórn

Í gær greindist kórónuveirusmit sem hefur tengsl við leikskólann á Seyðisfirði og var töluverður fjöldi settur í sóttkví. Í samráði við leikskólann og smitrakningateymið var börnum, foreldrum og starfsfólki á leikskólanum boðið í skimun í dag. Niðurstöður úr þeirri skimun ættu að liggja fyrir upp úr hádegi á morgun. Aðgerðastjórn mun senda út aðra tilkynningu þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.
Lesa

Frá aðgerðastjórn almannavarna

Í morgun kom upp kórónuveirusmit sem hefur tengsl við leikskólann á Seyðisfirði. Smitrakning stendur yfir og er viðbúið að töluverður fjöldi verði settur í sóttkví. Ákveðið var að bjóða upp á skimun á Seyðisfirði á morgun í tengslum við smitrakninguna, þeir aðilar sem skimun nær til verða látnir vita.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn

Nýlega greind smit minna okkur á að við höldum okkur heima ef kvef eða pestareinkenna verður vart. Leitum þá ráðgjafar í heilsugæslunni um sýnatöku líkt og áður. Gerum þetta saman.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 8. maí.

Tveir eru enn í einangrun á Austurlandi frá því á mánudag í síðustu viku. Báðir eru við ágæta heilsu og standa vonir til að þeir ná fullri heilsu fljótlega. Bólusetningar ganga vel og framboð á bóluefni er gott. Aðgerðastjórn hvetur fólk til að nýta sér það og mæta þegar það fær boð um bólusetningu. Með bólusetningu tryggjum við eigið öryggi en verjum líka okkar nánustu og stuðlum að hinu eftirsótta hjarðónæmi í samfélaginu.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi

Tveir einstaklingar greindust smitaðir í fjórðungnum í gær, á Vopnafirði líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum. Þeir tilheyra sömu fjölskyldu og höfðu verið í sóttkví frá kvöldi 26. maí. Uppruni smitanna er þekktur og er ekki á Austurlandi heldur tengist ferðum viðkomandi utan svæðisins. Því er ekki talin hætta á að viðkomandi hafi smitað aðra.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðarstjórn Austurlands

Njótum tilslakana en gætum á sama tíma að því að fara ekki svo hratt um dyr gleðinnar að þær skellist enn á ný. Höldum þeim opnum og gerum það saman.
Lesa

Sóttvarnareglur rýmkaðar en enn þarf að fara með gát

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi kom saman þriðjudaginn 25. maí og sendi í kjölfarið frá sér eftirfarandi tilkynningu: „Nýjar sóttvarnareglur tóku gildi í gær og voru rýmkaðar talsvert. Heimilt er nú allt að hundrað og fimmtíu einstaklingum að koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Njótum þessa en förum engu að síður varlega enda það ítrekað sýnt sig að veiran er lítt fyrirsjáanleg. Gætum að okkar persónubundnu smitvörnum sem fyrr og sýnum sérstaka aðgát þar sem margir koma saman, svo sem á menningar- og íþróttaviðburðum. Þar mega enn fleiri koma saman eða þrjú hundruð gestir að uppfylltum skilyrðum.
Lesa

Stóra bólusetningarvikan á Austurlandi

Norræna kom í gær til Seyðisfjarðar með 55 farþega innanborðs. Fimmtíu og einn þeirra fór í sýnatöku en fjórir hugðust halda áfram með skipinu og fóru því ekki í land. Tuttugu og tveir farþeganna fengu gistingu á sóttvarnarhótelinu í Hallormsstað. Aðrir ljúka sóttkví sinni annarsstaðar þar sem yfirvöld heimila.
Lesa
Var efnið á síðunni hjálplegt?