Fara í efni

Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 - 2030. Kynningarfundur.

23.11.2020 Fréttir Skipulag í auglýsingu

Sveitarstjórn Múlaþings auglýsir hér með kynningu þar sem íbúar geta kynnt sér skipulagslýsinguna skv. ákv. gr. 4.2.4 í skipulagsreglugerð.

Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 -2030 breytingar á þéttbýlisuppdrætti og greinargerð aðalskipulagsins – skipulags- og matslýsing - kynning.

Áformað er að reisa snjóflóðavarnagarða á Seyðisfirði undir Bjólfshlíðum. Gert er ráð fyrir að varnargarðarnir verði þrír og nefnast þeir Bakkagarður, Fjarðargarður og Öldugarður. Tilgangur framkvæmdarinnar er að bæta öryggi íbúa Seyðisfjarðar gagnvart snjóflóðum. Fyrirhugaðar snjóflóðavarnir samræmast ekki gildandi aðalskipulagi og ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið. Áður en framkvæmdarleyfi er veitt þarf að gera breytingarnar á aðalskipulaginu þar sem gerð verður grein fyrir varnarmannvirkjunum og leggja fram deiliskipulag

Á morgun, þriðjudaginn 24. nóvember, klukkan 17:00 verður kynningarfjarfundur um skipulagslýsinguna. Vegna samkomutakmarkana og sóttvarnarráðstafana fer fundurinn fram í gegnum Facebook síðu Múlaþings.

Hægt verður að senda inn rafrænar fyrirspurnir (komment) á meðan á fundinum stendur og verður þeim svarað að kynningu lokinni. 

Almenningi er gefinn kostur á að senda inn ábendingar og/eða athugasemdir til skipulagsfulltrúa Múlaþings Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 30. nóvember 2020.

Hér er hægt að nálgast drög að breytingartillögunni eða á skrifstofu sveitarfélagsins að Lyngási 12 Egilsstöðum.

Mynd Unnar Jósepsson.
Mynd Unnar Jósepsson.
Getum við bætt efni þessarar síðu?