Fara í efni

Álagning og innheimta fasteignagjalda hjá Múlaþingi fyrir árið 2021

Mynd frá Djúpavogi
Mynd frá Djúpavogi

Álagningu fasteignagjalda í Múlaþingi verður lokið í vikunni og stefnt er að því að kröfur vegna 1. gjalddaga birtist í heimabanka eigi seinna en 5. febrúar.

Gjalddagar fasteignagjalda árið 2021 verða 9. Fyrsti gjalddagi er nú í byrjun febrúar og sá síðasti 1. október. Eindagi hverrar greiðslu er síðasti virki dagur viðkomandi mánaðar. Ef heildarupphæð gjalda á viðkomandi eign er undir 25.000 kr. innheimtist allt gjaldið á 1. gjalddaga.

Töluverðar breytingar virðast hafa orðið frá síðasta ári á fasteignamati eigna á sumum svæðum sveitarfélagsins og endurspeglast það í fasteignagjöldunum, sem flest reiknast út frá mati viðkomandi fasteignar og tilheyrandi lóðar. Upplýsingar um nýtt fasteignamat eigna var sent frá Fasteignamati ríkisins á miðju sl. sumri og er aðgengilegt á vefnum island.is

Álagningarseðlar fasteignagjalda frá Múlaþingi verða aðgengilegir á island.is og á íbúagátt sveitarfélagsins.

Ekki er gert ráð fyrir að senda þá útprentaða á pappír til greiðenda, en hægt verður þó að prenta þá út fyrir þá sem sérstaklega óska eftir því.

Fyrirspurnir og eða athugasemdir skal senda á: fasteignagjold@mulathing.is

Upplýsingar um álagningarhlutföll fyrir árið 2021 má finna hér.


Getum við bætt efni þessarar síðu?