Fara í efni

Nýr leikskóli opnaður í næstu viku

Í næstu viku verður nýr leikskóli í Fellabæ tekinn í notkun þegar að nemendur og starfsfólk Hádegishöfða flytja þangað inn.

Framkvæmdir hófust í fyrra sumar og hafa gengið vel þrátt fyrir heimsfaraldur og stríðsátök í Evrópu, en hvor tveggja sem hafði miklar og ófyrirsjáanlegar afleiðingar á aðföng , afhendingartíma þeirra og kostnað.

Nýi leikskólinn er þriggja deilda og rúmar um það bil 70 börn og í kringum 20 starfsmenn. Í leikskólanum er aðstaða öll til fyrirmyndar og stórt og glæsilegt leiksvæði er á lóð hans.

Leikskólinn var hannaður af Gríma arkitektar og verkfræðistofunni VSÓ í Reykjavík

Aðalverktaki er MVA á Egilsstöðum

Verkumsjón fyrir hönd sveitarfélagsins og byggingarstjórn er í höndum verkfræðistofunnar Mannvits á Egilsstöðum.


Getum við bætt efni þessarar síðu?