Fara í efni

Endurskoðuð jafnréttisáætlun Múlaþings

12.09.2023 Fréttir

Byggðarráð Múlaþings samþykkti endurskoðaða jafnréttisáætlun sveitarfélagsins þann 29. ágúst 2023. Jafnréttisáætlun er mikilvægt verkfæri til að vinna að jafnri stöðu íbúanna á öllum sviðum samfélagsins.

Í áætluninni felst viðurkenning á því að grípa þurfi til sérstakra aðgerða til að raunverulegt jafnrétti náist. Í henni er tekið á hvernig unnið skal að kynja- og jafnréttissjónarmiðum á öllum sviðum í starfsemi sveitarfélagsins. Tiltekin eru markmið og aðgerðir til að stuðla að jafnrétti og jafnri meðferð við ráðstöfun fjármagns, í þjónustu sveitarfélagsins og í starfsmannamálum.

Múlaþing sem sveitarfélag er í góðri stöðu til að vinna að jafnrétti í samfélaginu bæði vegna nálægðar við íbúana og þess þríþætta hlutverks sem það hefur, sem stjórnvald, sem vinnuveitandi og sem þjónustuveitandi. Virk áætlun um jafnréttismál hjá sveitarfélaginu þar sem unnið er að jafnrétti á öllum þessum sviðum, stuðlar að réttlátara og eftirsóknarverðara samfélagi fyrir alla.

Jafnréttisáætlun Múlaþings

Endurskoðuð jafnréttisáætlun Múlaþings
Getum við bætt efni þessarar síðu?