Fara í efni

Fjarðarheiðargöng, opin hús vegna breytinga á aðalskipulagi

17.08.2022 Fréttir Egilsstaðir Seyðisfjörður

Múlaþing auglýsir opið hús í tengslum við kynningartíma aðalskipulagsbreytinga vegna Fjarðarheiðarganga.

Til kynningar eru vinnslutillögur að breytingu á gildandi aðalskipulögum Seyðisfjarðarkaupstaðar og Fljótsdalshéraðs vegna legu ganganna og vegtenginga.
Opnu húsin verða haldin milli klukkan 16:00 og 18:00 í Samfélagssmiðjunni að Miðvangi 13 á Egilsstöðum, 22. ágúst og í Herðubreið á Seyðisfirði, 23. ágúst.
Fulltrúar úr umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings og frá Vegagerðinni verða á staðnum til að svara fyrirspurnum.

Tillögurnar má nálgast hér.

Frestur til að skila ábendingum og athugasemdum við vinnslutillögurnar er til 25. ágúst nk.

Fjarðarheiðargöng, opin hús vegna breytinga á aðalskipulagi
Getum við bætt efni þessarar síðu?