Byggðarráð Múlaþings auglýsir til umsóknar styrki til menningarstarfs á árinu 2026. Umsóknarfrestur er til og með 21. desember 2025.
Múlaþing veitir menningarstyrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til lista- og menningarverkefna. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarlíf í sveitarfélaginu.
Sótt er um með rafrænum hætti á Mínum síðum sveitarfélagsins og stefnt er að því að afgreiðsla styrkumsókna liggi fyrir í lok janúar 2026.
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér reglur um úthlutun menningarstyrkja og aðrar upplýsingar um menningarstyrki áður en umsókn er send.
Úthlutað verður tvisvar á árinu 2026 og er þetta fyrri úthlutun. Styrkir í fyrri úthlutun eru að upphæð 50.000 - 500.000 kr.
Upplýsingar og ráðgjöf veitir Elsa Guðný Björgvinsdóttir deildarstjóri menningarmála: elsa.bjorgvinsdottir@mulathing.is / 4700 700.
Viðvera í kjörnum
Deildarstjóri menningarmála verður með viðveru á Djúpavogi, Seyðisfirði og Borgarfirði í aðdraganda úthlutunar sem hér segir (með fyrirvara um breytingar):
- Djúpivogur: 1. desember
- Seyðisfjörður: 4. desember
- Borgarfjörður: 8. desember
Hægt er að panta tíma með því að senda línu á elsa.bjorgvinsdottir@mulathing.is. Einnig er hægt að panta tíma á Egilsstöðum.