Fara í efni

Hreinsunarstarf er í ágætum farvegi og vinna við frágang varnargarðanna gengur vel

29.01.2021 Fréttir Aurskriður á Seyðisfirði

Stöðufundur var í gærmorgun með lögreglu, almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Veðurstofu, fulltrúum Múlaþings og fleirum. Farið var yfir stöðu hreinsunarstarfs og varnargarða, líkanreikninga vegna hættumats, vöktunar Veðurstofu, rýmingaráætlana og fleira.

Hreinsunarstarf er í ágætum farvegi og vinna við frágang varnargarðanna gengur vel. Það er lítur að öryggisþætti þeirra er að mestu lokið.

Veðurstofa vinnur að líkanareikningum vegna hættumats við skriðusvæðið. Unnið er að uppsetningu á fyrstu GPS tækjunum er ættu að vera komin upp í vikulok. Gögn berast þá Veðurstofu óháð veðri. Samráð er við svissneska sérfræðinga um ráðgjöf varðandi uppbyggingu vöktunarkerfis. Rafmagn hefur verið lagt að mælum í hlíðinni sem tryggir öryggi við gagnaöflun. Allt kapp er lagt á að mælakerfið verði komið upp fyrir vorleysingar.

Óvissustig almannavarna er enn á Seyðisfirði og má gera ráð fyrir að svo verði næstu mánuði vegna uppbyggingar og vinnu við hættumat. Algengt er að óvissustig almannavarna sé í gildi í nokkurn tíma eftir hamfarir á meðan unnið er að eftirmálum þeirra.

Rýmingarkort hefur verið í vinnslu hjá Veðurstofu. Það er nú komið til almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Þar mun það sett í búning sem hentar til kynningar íbúum.

Þjónustumiðstöð almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra er með opið í Herðubreið og svarar starfsfólk þar fyrirspurnum íbúa og annara tengdum aurskriðunum. Jafnframt er boðið upp á sálrænan stuðning og alltaf heitt á könnunni. Upplýsingamiðlun er í höndum Þjónustumiðstöðvarinnar í samvinnu við Múlaþing. Spurningar sem hafa borist vegna íbúafunda og til þjónustumiðstöðvar eru settar með svörum á vef Múlaþings jafnóðum og þær berast. Þær eru einnig þýddar á ensku og þýsku. Aurskriður í Seyðisfirði / Landslides in Seyðisfjörður | Múlaþing

Félagsþjónusta Múlaþings býður upp á viðtöl á mánudögum í Íþróttahúsi Seyðisfjarðar, sjálfræðiþjónusta er í boði á miðvikudögum á heilsugæslu HSA á Seyðisfirði.

 

Ljósmynd Vagn Kristjánsson
Getum við bætt efni þessarar síðu?