Fara í efni

Uppfært: Íbúafundur um Fjarðarheiðargöng - Útsending og svör

05.04.2023 Fréttir Egilsstaðir Seyðisfjörður

Haldinn verður fjarfundur um Fjarðarheiðargöng fimmtudaginn 13. apríl 2023, klukkan 17:00. Tilgangur fundarins er að kynna framkvæmdina og upplýsa íbúa um stöðu mála varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng.

Fundurinn verður sendur út til íbúa í gegnum Facebook-síðu Múlaþings en hægt verður að nálgast krækju á hann frá heimasíðu sveitarfélagsins. Íbúar geta sent inn spurningar á netfangið mulathing@mulathing.is og skriflega á Facebook-síðu Múlaþings meðan á fundi stendur.

Dagskrá fundarins

Innlegg frá eftirtöldum aðilum:

Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings.

Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings.

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar.

Freyr Pálsson, Vegagerðinni, fer yfir 

  • Eðli framkvæmdar
  • Undirbúningur framkvæmda
  • Staða hönnunar og undirbúningur fyrir útboð
  • Framkvæmd

Glærur fundarins

Svör við spurningum sem bárust eftir fundinn.

  • Efni úr göngum, hvað verður gert við það? Nýtist það allt í vegagerð?
    Um helmingur efnis úr göngunum fer í vegagerð. Umframefni verður haugsett og geymt tímabundið við hvorn gangamunna og mun nýtast til framkvæmdum á svæðinu. Áætlað umframefni Héraðsmegin verður 325 000 m3 og um 360 000 m3 Seyðisfjarðarmegin.
  • Hvers vegna var gangandi og hjólandi umferð um Fagradalsbraut sleppt í hættumati við Suður og Norður leið?
    Í umferðaröryggismatinu er lögð fram slysagreining helstu vegkafla um Egilsstaði þar sem öll skráð óhöpp á árunum 2010 – 2019 er dreginn saman, þar á meðal á Fagradalsbraut. Út frá þessari greiningu er hægt að reikna út áætlaða slysatíðni um ólíka vegkafla til skoðunar, þ.a.m. Fagradalsbraut. Þessi slysatíðni er svo notuð í umferðaröryggismatinu þegar umferðarstraumar mismunandi leiða eru skoðaðir. Í umferðaröryggismatinu er gangandi og hjólandi ekki gefið sérstak vægi heldur eru þau slys og óhöpp talin með umferðarslysum bíla, það er því ekki rétt að gangandi og hjólandi umferð sé sleppt í umferðaröryggismatinu.
  • Hefur Múlaþing skoðan byggðaþróun á Egilsstöðum út frá veglínum norður / suður.
    Það er unnið út frá gildandi skipulagi og hefur þetta ekki verið skoðað sérstaklega enn sem komið er.

     

Uppfært: Íbúafundur um Fjarðarheiðargöng - Útsending og svör
Getum við bætt efni þessarar síðu?