Fara í efni

Kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austurlandi

10.02.2022 Fréttir

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á Austfjörðum, sbr. lög nr. 58/1998, um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.

Óbyggðanefnd kynnir nú kröfurnar til að ná til þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta svo að þeir geti látið sig málin varða og eftir atvikum lýst kröfum á móti. Kröfulýsingarfrestur er til 6. maí 2022.

Upplýsingum um málið, s.s. kröfulýsingu ríkisins, kort af svæðinu sem um ræðir og upplýsingum um málsmeðferð, má nú finna hér á heimasíðu Múlaþings og á heimasíðu Óbyggðanefndar.

Kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austurlandi
Getum við bætt efni þessarar síðu?