Fara í efni

Leiguíbúðir á Borgarfirði

17.02.2021 Fréttir

Sveitarfélagið Múlaþing auglýsir til leigu íbúðarhúsnæði á Borgarfirði. Um er að ræða íbúðir í nýbyggðu parhúsunum Lækjarbrún og Lækjargrund. Í hvoru húsi eru tvær íbúðir, önnur tveggja herbergja 55,3 m2 og hin þriggja herbergja 68,4 m2. Leiga er áætluð 90.000 kr á mánuði í þeim minni og 110.000 kr á mánuði í þeim stærri. Orkunotkun er ekki innifalin í leiguverði. Í hvoru húsi er ein varmadæla og mun kyndikostnaður skiptast á milli íbúða eftir stærð.

Heimastjórn Borgarfjarðar mun útdeila íbúðunum í samræmi við reglur sveitarfélagsins á fundi sínum í fyrstu viku marsmánaðar. Gert er ráð fyrir að hægt verði að flytja inn í íbúðirnar snemma í mars þótt utanhússfrágangi verði ekki lokið.

Jafnframt auglýsir sveitarfélagið til útleigu íbúðina Ásbrún 2 sem er nú þegar laus.

Skilafrestur umsókna er til og með 2. mars. Reglur sveitarfélagsins um úthlutun á leiguhúsnæði í eigu Múlaþings (aðrar en félagslegar íbúðir) má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins. Umsækjendum íbúða Lækjarbrúnar og Lækjargrundar er bent á að skattframtal síðasta árs þarf að fylgja umsókn.

Athugið! Umsóknir berist í tölvupósti á jon.thordarson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppstofu, 720 Borgarfirði eystra, ekki í gegnum þjónustugátt.

Leiguíbúðir á Borgarfirði
Getum við bætt efni þessarar síðu?