Fara í efni

Nýtt íbúðahverfi á Seyðisfirði

15.07.2021 Fréttir

Deiliskipulag fyrir nýtt hverfi undir íbúðabyggð við Garðarsveg tók gildi þann 8. júlí síðastliðinn og er vinna við gatnagerð á svæðinu hafin.

Skipulagsuppdrátt íbúðasvæðisins má nálgast hér en vert er að benda áhugasömum á að lausar eru lóðir í hverfinu undir einbýlishús, raðhús og parhús. Lóðirnar verða birtar á lista yfir lausar lóðir á alla næstu dögum en sótt er um þær í gegnum mínar síður á heimasíðu sveitarfélagsins.

Lóðinni við Lækjargötu 2 hefur verið úthlutað til Hrafnshóls ehf. sem hefur í hyggju að byggja þar íbúðakjarna fyrir eldri aldurshópa með 8 íbúðum. Húsið verður byggt með stofnframlögum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Áætlað er að jarðvinna hefjist strax í haust og íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar næsta sumar.

Jafnframt er búið að úthluta lóðunum Vallargötu 1 og 3 til MVA ehf. til byggingar tveggja parhúsa. Það er leigufélagið Bríet sem stendur að byggingu húsanna og mun sjá um útleigu á þeim.

 

Drög að útliti íbúðakjarna við Lækjargötu

 

Nýtt íbúðahverfi á Seyðisfirði
Getum við bætt efni þessarar síðu?