Fara í efni

Sorphirðudagatal 2022

Gefin hafa verið út ný sorphirðudagatöl í Múlaþingi fyrir árið 2022. 

Prentuð eintök verða borin út í öll hús í þéttbýli og dreifbýli á næstu dögum. Jafnframt er hægt að nálgast dagatölin hér á heimasíðunni.

Af gefnu tilefni er vert að minnast á að í þéttbýliskjörnum og í dreifbýli á Seyðisfirði eru allar tunnur losaðar á þriggja vikna fresti, á það jafnt við um almennt, lífrænt og flokkað sorp (endurvinnsluhráefni). Brúnar tunnur rúma 140 lítra en þær gráu og grænu rúma 240 lítra. Í dreifbýli Djúpavogs og á Fljótsdalshéraði, auk þéttbýliskjarna á Hallormsstað og Eiðum, eru sorpílát fyrir endurvinnsluhráefni stærri eða 660 lítra og eru því tæmd á sjö til átta vikna fresti. Almennt sorp á þessum stöðum er hirt á fjögurra vikna fresti.

Íbúar eru hvattir til þess að láta vita af frávikum sem verða á sorphirðu, utan þess sem eðlilegt getur talist vegna veðurs og færðar, á netfangið mulathing@mulathing.is eða í síma 4700 700.


Getum við bætt efni þessarar síðu?