Fara í efni

Tómstundaframlag í Múlaþingi 2022 / Contribution to children’s leisure activities in Múlaþing municipality 2022

Samþykktar hafa verið reglur um tómstundaframlag til barna í Múlaþingi, sem lagðar voru fyrir í fjölskylduráði í desember. Verður tómstundaframlagið 2022 að hámarki 30.000 krónur fyrir hvert barn, 4-18 ára, þ.e. þau sem eru fædd á árunum 2004-2018.

Markmið framlagsins er að hvetja börn og ungmenni til taka þátt í skipulögðu og heilbrigðu íþrótta- og tómstundastarfi við sitt hæfi, óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum.

Til skipulagðs íþrótta- og tómstundastarfs telst það starf sem nær yfir samtals 10 vikur að lágmarki og er undir leiðsögn hæfra þjálfara/starfsfólks/kennara, á vegum viðurkenndra félaga, fyrirtækja, skóla eða annarra stofnana sem reka slíka starfsemi. Undir það falla t.d. íþróttir, listir, tónlistarnám og námskeið eða starf á vegum annarra tómstundafélaga.

Fyrir 16-18 ára ungmenni getur tómstundaframlagið nýst til kaupa á korti í líkamsræktarstöð og/eða sundlaug. Verða slík kaup að fara í gegnum sama ferli og þegar um er að ræða skráningu í tómstundastarf, í gegnum Sportabler eða Nóra kerfi.

Er tómstundaframlagið eingöngu tekið í gegnum Sportabler og Nóra, skráningar- og greiðslukerfi, en þar er skráning með rafrænum skilríkjum og hakað við hvort nýta á styrkinn eða ekki þegar skráning fer fram. Hafa íþróttafélög og deildir nánari upplýsingar um skráningu í Sportabler og Nóra og nýtingu framlagsins.

Umsjón með framlaginu fyrir hönd Múlaþings hefur íþrótta- og æskulýðsstjóri í netfanginu bylgja.borgthorsdottir@mulathing.is.

Reglur um tómstundaframlagið


Contribution to children’s leisure activities in Múlaþing municipality 2022

The contribution to children’s leisure activities in Múlaþing municipality will be 30.000 ISK for every child age 4-18, i.e. those born in 2004-2018.

The contribution´s goal is to encourage children to take part in organized and healthy sport- and leisure activities, independent of economic or social circumstances.

Organized sport or leisure activities are those that cover at least 10 weeks combined and are under the leadership of qualified teachers/coaches/staff. Also arranged by acknowledged clubs,associations, businesses or schools which undertake such operations.

For 16-18 year olds, the leisure contribution can be used to buy a card at a fitness center and / or swimming pool. Such purchases must go through the same process as in the case of registration for leisure activities, through the Sportabler or Nóra system.

There are no direct payments, but parents and guardians have the right to dispose of a specified amount in the name of their child for reimbursement of participation and training fees. When children and young people are enrolled in courses with sports and leisure associations within the municipality, through the Sportabler or Nóra systems, parents can now decide whether to utilize the municipality's leisure contribution to reduce course fees. By utilizing Sportabler/Nóri in this way the leisure contribution is utilized as soon as children are enrolled in courses but not a few weeks or even months later.

Those parents who have not used Sportabler/Nóri before will receive more information on registration and such from the sports clubs with whom they are in contact.

Rules on the contribution


Getum við bætt efni þessarar síðu?