Fara í efni

Vetrarþjónusta í Múlaþingi

22.03.2023 Fréttir

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum 20. mars síðastliðinn viðmiðunarreglur um vetrarþjónustu í Múlaþingi.

Vetrarþjónusta miðar að því að halda opnum helstu stofn- og tengibrautum, aksturleiðum skólabíla og almenningssamgangna og tryggja aðgengi að neyðarþjónustu eins og kostur er. Verkstjórar þjónustumiðstöðva Múlaþings halda utan um vetrarþjónustu hver í sínum byggðakjarna en yfirumsjón hefur framkvæmda- og umhverfismálastjóri. Starfsmenn þjónustumiðstöðva sinna vetrarþjónustu en jafnframt er leitað til verktaka á hverjum stað og leitast við að semja við aðila í nærsamfélaginu til að spara vegalengdir og tíma.

Hægt er að nálgast yfirlitskort með upplýsingum um forgang vetrar þjónustu á götum og gangstéttum í þéttbýli hér. 

Vetrarþjónusta í Múlaþingi
Getum við bætt efni þessarar síðu?