Fara í efni

Nýtt sveitarfélag

Múlaþing, nýtt sameinað sveitarfélag

Múlaþing er nýtt sameinað sveitarfélag fjögurra minni sveitarfélaga á Austurlandi; Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Við sameiningu varð til víðfeðmasta sveitarfélag landsins, um 10.671 ferkílómetrar að flatarmáli sem er rúm 10% af flatarmáli Íslands. Fjölbreytileiki svæðisins er því mikill, allt frá sjó og inn til jökla.

Sameining mun hafa fjölmarga jákvæða kosti í för með sér. Stjórnsýslan verður öflugri, rekstur hagkvæmari og þjónusta betri, og um leið er byggðakjörnunum áfram tryggt ákvörðunarvald í mikilvægum málum sem snerta nærsamfélagið með heimastjórnum á hverjum stað. Stærra og fjölbreyttara sveitarfélag hefur einnig í för með sér meiri grósku í mannlífi og fleiri tækifæri í atvinnulífi  sem gerir sveitarfélagið eftirsóknarvert hvað varðar búsetu, fjárfestingar  og heimsóknir ferðamanna. 

Síðast uppfært 25. mars 2022
Getum við bætt efni þessarar síðu?