Fara í efni

Róvember - lestrarfriður fyrir fullorðna

Bókasafn Héraðsbúa 25. nóvember 2025 kl. 18:00-22:00

Dagur einhleypra - svartur fössari - netmánudagur - jól

Bókasafn Héraðsbúa er með frábært tilboð fyrir þá sem dreymir um að slaka á í notalegu umhverfi og sökkva sér ofan í góða bók án truflana.

Þriðjudagana 18. og 25. nóvember býður Bókasafn Héraðsbúa upp á lengri opnun fyrir fullorðna frá klukkan 18 til 22 undir slagorðinu "róvember". Leyfðu þér að eiga friðsæla stund með bók, án áreitis vegna afsláttardaga og jólaundirbúnings.

Öll fullorðin velkomin að eiga notalega stund í róvember.

Sjá viðburð á Facebook

Róvember - lestrarfriður fyrir fullorðna

Getum við bætt efni þessarar síðu?