Fara í efni

Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202012176

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 8. fundur - 06.01.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að skipa á ný í byggingarnefnd menningarhúss á Egilsstöðum og staðfesta erindisbréf nefndarinnar.

Málinu frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 9. fundur - 20.01.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að skipa á ný í byggingarnefnd menningarhúss á Egilsstöðum og staðfesta erindisbréf nefndarinnar.
Erindið var áður á dagskrá 8. fundar ráðsins þann 6.1.2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að skipa eftirtalda í byggingarnefn menningarhúss á Egilsstöðum. Jafnframt felur ráðið skrifstofustjóra Múlaþings, sem unnið hefur með byggingarnefndinni, að kalla nýja nefnd saman til fundar. Staðfestingu erindisbréfs er frestað til næsta fundar ráðsins.

Byggingarnefndina skipi:
Stefán Bogi Seinsson, tilnefndur af B-lista
Karl Lauritzson, tilnefndur af D-lista
Hildur Þórisdóttir, tilnefnd af L-lista
Hannes Karl Hilmarsson, tilnefndur af M-lista
Andrés Skúlason, tilnefndur af V-lista

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 10. fundur - 27.01.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að endurskoðun á erindisbréfi fyrir byggingarnefndina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að endurnýjuðu erindisbréfi nefndarinnar. Jafnframt samþykkir ráðið að skipa Svandísi Egilsdóttur sem fulltrúa V-lista í nefndinni í stað Andrésar Skúlasonar. Þá samþykkir ráðið að Karl Lauritzson skuli vera formaður nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 14. fundur - 02.03.2021

Fyrir lágu til kynningar fundargerðir byggingarnefndar menningarhúss frá 3.2. og 18.2. 2021.

Byggðaráð Múlaþings - 15. fundur - 16.03.2021

Fyrir lá fundargerð byggingarnefndar menningarhúss dags. 04.03.2021.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 16. fundur - 17.03.2021

Fundargerðir byggingarnefndar lagðar fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 18. fundur - 20.04.2021

Fyrir lágu fundargerðir byggingarnefndar menningarhúss dags. 29.03.2021 og 07.04.2021 þar sem lagt er til m.a. að Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs fái til afnota íbúð sveitarfélagsins í Miðgarði 2 á Egilsstöðum. Íbúðin verði nýtt fyrir listafólk á vegum menningarmiðstöðvarinnar auk þess sem að sveitarfélagið geti nýtt íbúðina í samráði við menningarmiðstöðina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs fái íbúð sveitarfélagsins í Miðgarði 2 á Egilsstöðum til ráðstöfunar. Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs mun standa straum að öllum kostnaði er tengist rekstri íbúðarinnar en gert verði ráð fyrir því að sveitarfélagið geti nýtt íbúðina í samráði við menningarmiðstöðina. Sveitarstjóra falið að láta ganga frá samningi á milli aðila vegna þessa.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 19. fundur - 21.04.2021

Fundargerðir frá 16.3 og 29.3 lagðar fram til kynningar. Einnig liggur fyrir ráðinu að skipa fulltrúa í byggingarnefnd í stað Stefáns Boga Sveinssonar sem óskað hefur lausnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að Aðalheiður Björt Unnarsdóttir taki sæti í byggingarnefnd menningarhúss sem fulltrúi B-lista, í stað Stefáns Boga Sveinssonar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 22. fundur - 18.05.2021

Fyrir lá fundargerð byggingarnefndar menningarhúss dags. 26.04.2021 og bréf dags. 28.04.2021 er sveitarstjóri sendi mennta- og menningarmálaráðuneytinu varðandi stöðu verkefnisins.

Lagt fram til kynningar.


Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 22. fundur - 19.05.2021

Fundargerð frá 26. apríl lögð fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 28. fundur - 11.08.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að staðfesta nýjan fulltrúa í byggingarnefnd menningarhúss á Egilsstöðum. Helgi Hlynur Ásgrímsson kemur inn í stað Svandísar Egilsdóttur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að Helgi Hlynur Ásgrímsson taki sæti sem fulltrúi V-lista í byggingarnefnd menningarhúss á Egilsstöðum í stað Svandísar Egilsdóttur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 29. fundur - 24.08.2021

Fyrir lágu fundargerðir byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum dagsettar 20.5. 2021, 1.7. 2021 og 12.8. 2021.

Lagt fram til kynningar

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 29. fundur - 25.08.2021

Fundargerðir frá 20. maí, 1. júlí og 12. ágúst 2021 lagðar fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 34. fundur - 05.10.2021

Fyrir liggur fundargerð byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum dags. 23. september 2021.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 35. fundur - 20.10.2021

Fundargerð byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum dags. 23. september 2021 lögð fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 37. fundur - 02.11.2021

Fyrir liggur fundargerð byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum frá 21.10.2021.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 38. fundur - 17.11.2021

Fundargerð byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum dags. 21. október 2021 lögð fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 41. fundur - 18.01.2022

Fyrir liggur fundargerð byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum frá 16. desember 2021.

Lagt fram til kynningar.
Var efnið á síðunni hjálplegt?