Fara í efni

Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202012176

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 8. fundur - 06.01.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að skipa á ný í byggingarnefnd menningarhúss á Egilsstöðum og staðfesta erindisbréf nefndarinnar.

Málinu frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 9. fundur - 20.01.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að skipa á ný í byggingarnefnd menningarhúss á Egilsstöðum og staðfesta erindisbréf nefndarinnar.
Erindið var áður á dagskrá 8. fundar ráðsins þann 6.1.2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að skipa eftirtalda í byggingarnefn menningarhúss á Egilsstöðum. Jafnframt felur ráðið skrifstofustjóra Múlaþings, sem unnið hefur með byggingarnefndinni, að kalla nýja nefnd saman til fundar. Staðfestingu erindisbréfs er frestað til næsta fundar ráðsins.

Byggingarnefndina skipi:
Stefán Bogi Seinsson, tilnefndur af B-lista
Karl Lauritzson, tilnefndur af D-lista
Hildur Þórisdóttir, tilnefnd af L-lista
Hannes Karl Hilmarsson, tilnefndur af M-lista
Andrés Skúlason, tilnefndur af V-lista

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 10. fundur - 27.01.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að endurskoðun á erindisbréfi fyrir byggingarnefndina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að endurnýjuðu erindisbréfi nefndarinnar. Jafnframt samþykkir ráðið að skipa Svandísi Egilsdóttur sem fulltrúa V-lista í nefndinni í stað Andrésar Skúlasonar. Þá samþykkir ráðið að Karl Lauritzson skuli vera formaður nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 14. fundur - 02.03.2021

Fyrir lágu til kynningar fundargerðir byggingarnefndar menningarhúss frá 3.2. og 18.2. 2021.

Byggðaráð Múlaþings - 15. fundur - 16.03.2021

Fyrir lá fundargerð byggingarnefndar menningarhúss dags. 04.03.2021.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 16. fundur - 17.03.2021

Fundargerðir byggingarnefndar lagðar fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 18. fundur - 20.04.2021

Fyrir lágu fundargerðir byggingarnefndar menningarhúss dags. 29.03.2021 og 07.04.2021 þar sem lagt er til m.a. að Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs fái til afnota íbúð sveitarfélagsins í Miðgarði 2 á Egilsstöðum. Íbúðin verði nýtt fyrir listafólk á vegum menningarmiðstöðvarinnar auk þess sem að sveitarfélagið geti nýtt íbúðina í samráði við menningarmiðstöðina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs fái íbúð sveitarfélagsins í Miðgarði 2 á Egilsstöðum til ráðstöfunar. Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs mun standa straum að öllum kostnaði er tengist rekstri íbúðarinnar en gert verði ráð fyrir því að sveitarfélagið geti nýtt íbúðina í samráði við menningarmiðstöðina. Sveitarstjóra falið að láta ganga frá samningi á milli aðila vegna þessa.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 19. fundur - 21.04.2021

Fundargerðir frá 16.3 og 29.3 lagðar fram til kynningar. Einnig liggur fyrir ráðinu að skipa fulltrúa í byggingarnefnd í stað Stefáns Boga Sveinssonar sem óskað hefur lausnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að Aðalheiður Björt Unnarsdóttir taki sæti í byggingarnefnd menningarhúss sem fulltrúi B-lista, í stað Stefáns Boga Sveinssonar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 22. fundur - 18.05.2021

Fyrir lá fundargerð byggingarnefndar menningarhúss dags. 26.04.2021 og bréf dags. 28.04.2021 er sveitarstjóri sendi mennta- og menningarmálaráðuneytinu varðandi stöðu verkefnisins.

Lagt fram til kynningar.


Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 22. fundur - 19.05.2021

Fundargerð frá 26. apríl lögð fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 28. fundur - 11.08.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að staðfesta nýjan fulltrúa í byggingarnefnd menningarhúss á Egilsstöðum. Helgi Hlynur Ásgrímsson kemur inn í stað Svandísar Egilsdóttur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að Helgi Hlynur Ásgrímsson taki sæti sem fulltrúi V-lista í byggingarnefnd menningarhúss á Egilsstöðum í stað Svandísar Egilsdóttur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 29. fundur - 24.08.2021

Fyrir lágu fundargerðir byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum dagsettar 20.5. 2021, 1.7. 2021 og 12.8. 2021.

Lagt fram til kynningar

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 29. fundur - 25.08.2021

Fundargerðir frá 20. maí, 1. júlí og 12. ágúst 2021 lagðar fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 34. fundur - 05.10.2021

Fyrir liggur fundargerð byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum dags. 23. september 2021.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 35. fundur - 20.10.2021

Fundargerð byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum dags. 23. september 2021 lögð fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 37. fundur - 02.11.2021

Fyrir liggur fundargerð byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum frá 21.10.2021.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 38. fundur - 17.11.2021

Fundargerð byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum dags. 21. október 2021 lögð fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 41. fundur - 18.01.2022

Fyrir liggur fundargerð byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum frá 16. desember 2021.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 45. fundur - 02.02.2022

Fundargerð byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum dagsett 16. desember 2021 lögð fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 51. fundur - 19.04.2022

Fyrir lá fundargerð byggingarnefndar Menningarhúss, dags. 30.03.2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur áherslu á, í samræmi við erindisbréf byggingarnefndar, að byggingarnefnd menningarhúss láti ljúka sem fyrst hönnun viðbótarbustar við Safnahúsið. Jafnframt verði unnið kostnaðarmat á þeirri framkvæmd sem fari inn í fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Tel að forgangsraða verði framkvæmdum við húseignir sveitarfélagsins grunnskólum og tónlistarskólum í vil. Aðbúnaður barna í Múlaþingi vegur mun þyngra en geymsla muna liðinna forfeðra okkar. Leitað verði samninga ef með þarf við ríkið að fresta öðrum en bráðnauðsynlegum framkvæmdum við Safnahúsið svo hraða megi nauðsynlegum framkvæmdum við grunnskóla og tónlistaskóla í sveitarfélaginu eins og mest má verða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 53. fundur - 27.04.2022

Fundargerð byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum dagsett 30. mars 2022 lögð fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 53. fundur - 14.06.2022

Fyrir liggur fundargerð byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum, dags. 27. maí 2022.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 58. fundur - 05.07.2022

Fundargerð byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum dagsett 27. maí 2022 lögð fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 57. fundur - 22.08.2022

Fyrir liggur fundargerð byggingarnefndar Menningarhúss á Egilsstöðum, dags. 18.08.22. Byggingarnefnd leggur m.a. til við byggðaráð að bragginn innan við Sláturhúsið verði fjarlægður að öllu leyti eða að hluta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að láta vinna mat á þeim valkostum er fram koma í fundargerð byggingarnefndar Menningarhúss á Egilsstöðum varðandi framtíðarfyrirkomulag og notkun braggans innan við Sláturhúsið. Málið verður tekið til afgreiðslu í byggðaráði er niðurstaða mats liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 63. fundur - 19.09.2022

Fundargerð byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum dagsett 18. ágúst 2022 lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 64. fundur - 25.10.2022

Fyrir liggur mat verkefnastjóra framkvæmdamála á þeim valkostum er fram komu í fundargerð byggingarnefndar Menningarhúss á Egilsstöðum, dags. 18.08.22, varðandi braggann innan við Sláturhúsið. Einnig liggur fyrir greinargerð til byggðaráðs varðandi hugmyndir að framtíðarfyrirkomulagi í bragganum frá aðilum er hafa hug á að ráðast í það verkefni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að bjóða þeim aðilum er lagt hafa fram hugmyndir að framtíðarfyrirkomulagi í bragganum til fundar með byggðaráði. Sveitarstjóra falið að koma slíkum fundi á.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?