Fara í efni

Kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum

Málsnúmer 202201165

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 20. fundur - 01.02.2022

Heimastjórn sat upplýsingafund vegna kröfu ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum. Heimastjórn mun taka málið fyrir á næsta fundi. Heimastjórn beinir því til sveitarfélagsins að það haldi kynningarfundi um málið.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Djúpavogs - 23. fundur - 07.02.2022

Ríkið hefur lýst kröfum í Þjóðlendur á Austurlandi.

Heimastjórn hvetur landeigendur að fara vandlega yfir kröfur ríkisins og lýsa mótkröfum þar sem við á. Málið verður unnið áfram af Heimastjórn og upplýsingar um Þjóðlendumál munu verða aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 18. fundur - 07.02.2022

Fyrir liggur tölvupóstur frá Óbyggðanefnd, dagsettur 26. janúar 2022, þar sem vakin er athygli á að kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum hafi verið birtar á vefsíðu Óbyggðanefndar. Einnig liggur fyrir kröfulýsing ríkisins um þjóðlendumörk á svæðinu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur áherslu að fenginn verði til þess bær aðili til að taka til varna fyrir sveitarfélagið. Auk þess að haldnir verði kynningarfundir í sveitarfélaginu um kröfurnar. Lagt er til að haldinn verði sameiginlegur fundur með öllum heimastjórnunum þar sem farið verði yfir málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 44. fundur - 15.02.2022

Fyrir lá kynning á kröfum íslenska ríkisins um þjóðlendur. Fram kemur m.a. að aðilar, sem telja til eignaréttinda á landsvæðum sem ríkið gerir kröfur til, hafa frest til að lýsa kröfum skriflega fyrir óbyggðanefnd til og með 6. maí 2022.

Í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 46. fundur - 16.02.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tölvupóstur frá Óbyggðanefnd, dagsettur 2. febrúar 2022, þar sem vakin er athygli á að kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum hafa verið birtar á vefsíðu Óbyggðanefndar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur rétt að byggðaráð Múlaþings haldi utan um viðbrögð við þjóðlendukröfum Óbyggðanefndar fyrir hönd sveitarfélagsins og fyrir hönd íbúa eftir því sem byggðaráð telur rétt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 45. fundur - 22.02.2022

Fyrir lá kynning á kröfum íslenska ríkisins um þjóðlendur. Fram kemur m.a. að aðilar, sem telja til eignaréttinda á landsvæðum sem ríkið gerir kröfur til, hafa frest til að lýsa kröfum skriflega fyrir óbyggðanefnd til og með 6. maí 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að semja við Jón Jónsson hjá Sókn Lögmannsstofu ehf um að gæta hagsmuna sveitarfélagsins varðandi kröfur ríkisins um þjóðlendur í landi Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 26. fundur - 02.05.2022

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sókn Lögmannstofu dags. 26.04.2022(Jóni Jónssyni) um stöðu þjóðlendukrafna í Múlaþingi.

Byggðaráð Múlaþings - 52. fundur - 03.05.2022

Fyrir lá tölvupóstur frá lögfræðingi sveitarfélagsins sem hefur verið falið að gæta hagsmuna sveitarfélagsins varðandi kröfur ríkisins um þjóðlendur í landi Múlaþings. Fram kemur m.a. að frestur til að skila inn kröfulýsingum fyrir einstakar jarðir hefur verið framlengdur til 7. júní nk.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 22. fundur - 09.05.2022

Fyrir liggur tölvupóstur frá Jóni Jónssyni, lögfræðingi sveitarfélagsins sem hefur verið falið að gæta hagsmuna sveitarfélagsins varðandi kröfur ríkisins um þjóðlendur í landi Múlaþings. Fram kemur m.a. að frestur til að skila inn kröfulýsingum fyrir einstakar jarðir hefur verið framlengdur til 7. júní nk.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 68. fundur - 22.11.2022

Fyrir liggur bréf frá óbyggðanefnd, dagsett 14. nóvember 2022, ásamt gögnum málsins, þ.e. kynningarhefti með öllum kröfulýsingum og erindum sem óbyggðanefnd hafa borist ásamt kröfulínukortum. En óbyggðanefnd hefur haft til meðferðar þjóðlendumál á svæði 11, Austfirði, síðast liðna mánuði. Vakin er athygli á því að kynning á heildarkröfum skv. 12. gr. þjóðlendulaga stendur yfir 15. nóvember til 15. desember 2022 og að frestur til athugasemda sé til 22. desember 2022.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Djúpavogs - 32. fundur - 08.12.2022

Heimastjórn Djúpavogs gagnrýnir þá framkvæmd sem kemur fram í kröfulýsingum íslenska ríkisins vegna þjóðlendumála á Austfjörðum. Flest svæði sem ríkið gerir kröfu til eru hluti lands jarða samkvæmt landamerkjabréfum jarðanna sem gerð voru í lok 19. aldar og engin óvissa hefur verið um eignarréttarlega stöðu þess lands. Kröfur ná víða til lands á láglendi og jafnvel upp að túngarði sumra jarða. Af fyrri niðurstöðum Óbyggðanefndar á öðrum hluta Austurlands má draga þá ályktun að eignarréttarleg staða lands innan landamerkjabréfa jarða á Austurlandi sé jafnan skýr. Í ljósi kröfulýsinga landeigenda og raka sem þar koma fram er skorað á íslenska ríkið að taka kröfugerð sína til endurskoðunar, svo mál verði ekki rekin fyrir Óbyggðanefnd að nauðsynjalausu með tilheyrandi óþægindum fyrir landeigendur og kostnaði fyrir ríkissjóðs.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 30. fundur - 08.12.2022

Fyrir liggur bréf frá óbyggðanefnd, dagsett 14. nóvember 2022, ásamt með gögnum málsins, þ.e. kynningarhefti með öllum kröfulýsingum og erindum sem óbyggðanefnd hafa borist ásamt kröfulínukortum.

Heimastjórn Borgarfjarðar gagnrýnir þá framkvæmd sem kemur fram í kröfulýsingum íslenska ríkisins vegna þjóðlendumála á Austfjörðum. Flest svæði sem ríkið gerir kröfu til eru hluti lands jarða samkvæmt landamerkjabréfum jarðanna sem gerð voru í lok 19. aldar og engin óvissa hefur verið um eignarréttarlega stöðu þess lands. Kröfur ná víða til lands á láglendi og jafnvel upp að túngarði sumra jarða. Af fyrri niðurstöðum Óbyggðanefndar á öðrum hluta Austurlands má draga þá ályktun að eignarréttarleg staða lands innan landamerkjabréfa jarða á Austurlandi sé jafnan skýr. Í ljósi kröfulýsinga landeigenda og raka sem þar koma fram er skorað á íslenska ríkið að taka kröfugerð sína til endurskoðunar, svo mál verði ekki rekin fyrir Óbyggðanefnd að nauðsynjalausu með tilheyrandi óþægindum fyrir landeigendur og kostnað ríkissjóðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 29. fundur - 08.12.2022

Fyrir liggur bréf frá óbyggðanefnd, dagsett 14. nóvember 2022, ásamt með gögnum málsins, þ.e. kynningarhefti með öllum kröfulýsingum og erindum sem óbyggðanefnd hafa borist ásamt kröfulínukortum. En óbyggðanefnd hefur haft til meðferðar þjóðlendumál á svæði 11, Austfirði, síðast liðna mánuði. Vakin er athygli á því að kynning á heildarkröfum skv. 12. gr. þjóðlendulaga stendur yfir 15. nóvember til 15. desember 2022 og að frestur til athugasemda sé til 22. desember 2022.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gagnrýnir þá framkvæmd sem kemur fram í kröfulýsingum íslenska ríkisins vegna þjóðlendumála á Austfjörðum. Flest svæði sem ríkið gerir kröfu til eru hluti lands jarða samkvæmt landamerkjabréfum jarðanna sem gerð voru í lok 19. aldar og engin óvissa hefur verið um eignarréttarlega stöðu þess lands. Kröfur ná víða til lands á láglendi og jafnvel upp að túngarði sumra jarða. Af fyrri niðurstöðum Óbyggðanefndar á öðrum hluta Austurlands má draga þá ályktun að eignarréttarleg staða lands innan landamerkjabréfa jarða á Austurlandi sé jafnan skýr. Í ljósi kröfulýsinga landeigenda og raka sem þar koma fram er skorað á íslenska ríkið að taka kröfugerð sína til endurskoðunar, svo mál verði ekki rekin fyrir Óbyggðanefnd að nauðsynjalausu með tilheyrandi óþægindum fyrir landeigendur og kostnað ríkissjóðs.
Málinu að öðru leyti vísað til sveitarstjórnar Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 29. fundur - 08.12.2022

Fyrir liggur bréf frá óbyggðanefnd, dagsett 14. nóvember 2022, ásamt með gögnum málsins, þ.e. kynningarhefti með öllum kröfulýsingum og erindum sem óbyggðanefnd hafa borist ásamt kröfulínukortum. En óbyggðanefnd hefur haft til meðferðar þjóðlendumál á svæði 11, Austfirði, síðast liðna mánuði. Vakin er athygli á því að kynning á heildarkröfum skv. 12. gr. þjóðlendulaga stendur yfir 15. nóvember til 15. desember 2022 og að frestur til athugasemda sé til 22. desember 2022.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Múlaþings - 30. fundur - 14.12.2022

Fyrir liggur bókun fundar heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 08.12.2022, þar sem því er beint til sveitarstjórnar að koma athugasemdum heimastjórnar varðandi þjóðlendumálin á framfæri við þar til bær yfirvöld.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórnum sveitarfélagsins og gagnrýnir þá framkvæmd sem kemur fram í kröfulýsingum íslenska ríkisins vegna þjóðlendumála á Austfjörðum. Flest svæði sem ríkið gerir kröfu til eru hluti lands jarða samkvæmt landamerkjabréfum jarðanna sem gerð voru í lok 19. aldar og engin óvissa hefur verið um eignarréttarlega stöðu þess lands. Kröfur ná víða til lands á láglendi og jafnvel upp að túngarði sumra jarða. Af fyrri niðurstöðum Óbyggðanefndar á öðrum hluta Austurlands má draga þá ályktun að eignarréttarleg staða lands innan landamerkjabréfa jarða á Austurlandi sé jafnan skýr. Í ljósi kröfulýsinga landeigenda og raka sem þar koma fram er skorað á íslenska ríkið að taka kröfugerð sína til endurskoðunar, svo mál verði ekki rekin fyrir Óbyggðanefnd að nauðsynjalausu með tilheyrandi óþægindum fyrir landeigendur og kostnað ríkissjóðs. Skrifstofustjóra falið að koma afgreiðslu sveitarstjórnar á framfæri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 43. fundur - 09.01.2024

Fyrir fundinum liggja greinargerðir fjármála- og efnahagsráðherra f.h. íslenska ríkisins vegna krafna um þjóðlendur á Austfjörðum.

Heimastjórn hvetur hlutaðeigandi landeigendur til að láta sig málið varða.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 103. fundur - 09.01.2024

Fyrir liggja til upplýsingar um stöðu málsmeðferðar Óbyggðanefndar á Austurlandi.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 42. fundur - 11.01.2024

Fyrir fundinum liggja greinagerðir fjármála- og efnahagsráðherra f.h. íslenska ríkisins vegna krafna um þjóðlendur á Austfjörðum.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Djúpavogs - 45. fundur - 11.01.2024

Fyrir fundinum láu greinargerðir fjármála- og efnahagsráðherra fh. íslenska ríkisins vegna krafna um þjóðlendur á Austfjörðum.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 42. fundur - 11.01.2024

Fyrir liggja fjórar greinargerðir frá íslenska ríkinu þar sem lýst er kröfum í landsvæði á svæði 11, Austfirðir, sem lagt er til að verði úrskurðuð sem þjóðlendur.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Djúpavogs - 46. fundur - 08.02.2024

Fyrir fundinum lá greinargerð vegna Markúsarsels og Tunguhlíðar í tengslum við kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 43. fundur - 08.02.2024

Fyrir liggja drög að greinargerðum Jóns Jónssonar, lögmanns, vegna Brúnavíkur, Geitdalsafréttar, Njarðvíkur og Markúsarsels og Tunguhlíðar sem unnar hafa verið fyrir Múlaþing vegna krafna ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 107. fundur - 20.02.2024

Fyrir liggur tölvupóstur frá Óbyggðanefnd, dagsettur 12.2. 2024, þar sem fram kemur að fjármála- og efnahagsráðherra hafi fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist "eyjar og sker" og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Jafnframt kemur þar fram að Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Kröfum skal lýst skriflega í síðasta lagi 15. maí 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi gögnum varðandi kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist „eyjar og sker“ til Jóns Jónssonar hjá Sókn Lögmannsstofu sem sér um að gæta hagsmuna sveitarfélagsins varðandi kröfur ríkisins um þjóðlendur í landi Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?