Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

159. fundur 15. júlí 2025 kl. 08:30 - 11:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson varamaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri

1.Fjármál 2025

Málsnúmer 202501003Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og fjármálastjóri fóru yfir mál er varða fjárhag sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 - 2028 - Viðauki 2 og 3.

Málsnúmer 202404017Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að viðaukum tvö og þrjú við fjárhagsáætlun 2025 vegna yfirfærslu Minjasafns Austurlands og fleira.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Viðauki 2 er tilkominn vegna samkomulags milli Múlaþings og Fljótsdalshrepps um slit á byggðasamlaginu Minjasafn Austurlands b.s.
Slitin tóku gildi um áramótin 01.01.2025. Frá og með þeim degi ber Múlaþing alla ábyrgð á rekstri safnsins og yfirtekur eignir og skuldir. Minjasafnið verður frá og með þeim tíma deild undir málaflokki 05350 í A hluta og telst þá ekki lengur B hlutastofnun. Áætlun ársins 2025 (áður í B hluta) er færð í A hluta á málaflokk 05320 og aðlöguð. Stærsta breytingin er sú að framlög aðildarsveitarfélaganna sem sett voru fram sem tekjur í B hluta falla út í A hluta en á móti hækkar rekstrarkostnaður þar. Framlag Fljótsdalshrepps (929 þús. kr.) fellur niður og eru það áhrifin á deildina í A hluta þ.e. hækkun rekstar.

Viðauki 3 felur í sér eftirfarandi breytingar:
02431 Félagsstarf eldri borgara Seyðisfirði, 2 millj. kr., húsaleiga.
21400 Skrifstofur sveitarfélagsins, 22 millj. kr., launakostnaður.
07040 Skrifstofur slökkviliðs, 13,1 millj. kr., launakostnaður.
07100 Rekstur slökkviliðs, 13,6 millj. kr., launakostnaður.
07800 Björgunarsveitin Bára, 8,3 millj. kr., styrkur vegna nýbyggingar.
07800 Björgunarsveitin Jökull, 5,1 millj. kr., styrkur vegna nýbyggingar.
B hluti, Brunavarnir á Héraði, 20 millj. kr., styrkur frá Landsvirkjun.

Áhrif á A hluta:
Rekstrarafkoma lækkar um 63,7 millj. kr. og verður 5,8 millj. kr.
Handbært fé lækkar um 64,1 millj. kr. og verður 22,9 millj. (án SSA).
Skuldahlutfall og skuldaviðmið breytast lítið miðað við upphaflega áætlun.

Áhrif á B hluta:
Afkoma B hluta batnar um 20 millj. kr. vegna hækkunar á tekjum Brunavarna á Héraði.


Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Staða verkefna á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202209131Vakta málsnúmer

Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda-og umhverfismálastjóri og Anna Alexandersdóttir félagsmálastjóri komu inn á fundinn undir þessum lið og kynntu verkefni eignarsjóðs.
Byggðaráð þakkar Hugrúnu og Önnu fyrir komuna inn á fund og góða yfirferð yfir stöðu eignarsjóðs.

Lagt fram til kynningar.

4.Aðalskipulagsbreyting, Gilsárvirkjun

Málsnúmer 202308090Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum 7. júlí sl. að leggja til við byggðaráð að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Gilsárvirkjunar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir byggðaráð Múlaþings, sem fer með fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar í sumarleyfi sveitarstjórnar sbr. bókun sveitarstjórnar frá 11. júní 2025, fyrirliggjandi skipulagstillögu og að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Almenningsbókasöfn í Múlaþingi

Málsnúmer 202506266Vakta málsnúmer

Fyrir byggðaráði liggur greinagerð um þjónustu, aðstöðu og skipulag almenningsbókasafna í Múlaþingi.
Lagt fram til kynningar.

6.Tilkynning um sameiningu Íslenskrar Orkuvirkjunar Seyðisfirði ehf. við HS Orku hf.

Málsnúmer 202507022Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf dags. 01.07.2025 frá Íslenskri Orkuvirkjun Seyðisfirði ehf þar sem tilkynnt er um sameiningu félagsins við HS Orku hf. Sameiningin tók gildi 12. júní síðastliðinn.
Lagt fram til kynningar.

7.Ársskýrsla HAUST 2024

Málsnúmer 202507044Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir árið 2024.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir stjórnarfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202502056Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 19.06.2025.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundagerðir Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, SSKS 2025

Málsnúmer 202501154Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundagerð Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum dags. 02.06.2025.
Lagt fram til kynningar

10.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 60

Málsnúmer 2506015FVakta málsnúmer

Fyrir liggur 60. fundargerð Heimastjórnar Fljótsdalshéraðs dags. 03.07.2025.
Lagt fram til kynningar.

11.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 58

Málsnúmer 2506008FVakta málsnúmer

Fyrir liggur 58. fundargerð heimastjórnar Seyðisfjarðar dags. 03.07.2025.
Lagt fram til kynningar.

12.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 155

Málsnúmer 2506018FVakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð 155. fundar umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings dags. 30.06.2025
Lagt fram til kynningar.

13.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 156

Málsnúmer 2507003FVakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð 156. fundar umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings dags. 07.07.2025
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?