Fara í efni

Fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 - 2028

Málsnúmer 202404017

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 114. fundur - 23.04.2024

Fyrir liggur minnisblað frá skrifstofustjóra Múlaþings varðandi aðkomu heimastjórna að fjárhagsáætlunargerð sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að beina því til heimastjórna að þær taki til umfjöllunar þeirra áherslur vegna fjárhagsáætlunargerðar 2025-2028 á fundum sínum í byrjun maí og komi á framfæri til viðkomandi fagráða.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 46. fundur - 02.05.2024

Fyrir fundinum liggur bókun byggðaráðs dags.23. apríl sl. þar sem því er beint til heimastjórna að taka til umjöllunar hellstu áherslur sínar vegna fjárhagsáætlunargerðar 2025-2028 og komi þeim á framfæri til viðkomandi fagráða.

Heimastjórn fór yfir drög af verkefnalista frá fulltrúa sveitarstjóra og bæjarverkstjóra Seyðisfjarðar og samþykkir að fela fulltrúa sveitarstjóra að koma þeim lista til viðkomandi fagráða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 49. fundur - 02.05.2024

Heimastjórn leggur til að gerður verði göngustígur í samræmi við óskir íbúa síðustu ár, frá leikskóla framhjá húsinu Hammersminni að íþróttasvæði/leiksvæði í Blánni.

Einnig að skoðaður verði að stígur frá tjaldsvæði sem tengist þessum stíg í ljósi mikillar umferðar ferðamanna á sumrin.

Gangstéttar meðfram umferðargötum eru víðast hvar mjög mjóar og í slæmu ásigkomulagi og bera þær ekki umferð gangandi þegar mest er. Verður það til þess að gangandi eiga það til að ganga á götunni við hlið gangstéttar með tilheyrandi hættu fyrir þá og óþægindi fyrir akandi umferð.

Með þessum stígum opnast á gönguleið frá miðsvæði (viðkomu skemmtiferðaskipa) framhjá byggð sem ætti að minnka áreitið við heimahús. Einnig opnast möguleiki á að ferðamenn stoppi á plani við slökkvistöð og gangi í bæinn.

Falla þessi áform vel að áherslum framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og óskar heimastjórn eftir því að sótt verði um styrk í hann til að flýta fyrir þessari framkvæmd.

Fleiri áherslur heimastjórnar eru í fylgiskjali undir þessum lið.
Fylgiskjöl:

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 46. fundur - 02.05.2024

Á fundi byggðaráðs 23.4.2024 var samþykkt að beina því til heimastjórna að þær taki til umfjöllunar þeirra áherslur vegna fjárhagsáætlunargerðar 2025-2028 á fundum sínum í byrjun maí og komi á framfæri til viðkomandi fagráða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs telur að fjárhagsáætlun Múlaþings feli í sér jákvæðar horfur til lengri tíma þrátt fyrir erfið ytri skilyrði og telur mikilvægt að stefna að þeim fjárhagslegu viðmiðum sem sveitarfélagið hefur sett sér um rekstur, afkomu og efnahag.
Heimastjórn felur starfsmanni að koma áherslum hennar til viðkomandi fagráða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 47. fundur - 06.05.2024

Á fundi byggðaráðs 23.4.2024 var samþykkt að beina því til heimastjórna að þær taki til umfjöllunar þeirra áherslur vegna fjárhagsáætlunargerðar 2025-2028 á fundum sínum í byrjun maí og komi á framfæri til viðkomandi fagráða.

Hingað til hafa ekki verið skil á milli fjárhags leik- og grunnskóla á Borgarfirði og telur heimastjórn til bóta að aðgreina þar á milli. Veruleg viðhaldsþörf og vöntun á nýjum búnaði er í Leikskóla Borgarfjarðar m.a. vegna fjölgunar barna.

Framkvæmdir í Fjarðarborg hafa verið fjárfrekari en gert var ráð fyrir einkum vegna ófyrirséðra atvika sem kröfðust meira viðhalds en gert var ráð fyrir. Mikilvægt er að tryggja fjármögnun verkefnisins í Fjarðarborg svo sómi verði að lokahnykk framkvæmda.

Heimastjórn óskar eftir að gert verði ráð fyrir tekjum vegna Hafnarhólma 2025. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu fóru um 50.000 manns í hólmann á síðasta ári og m.v. 500 kr. gjald í hólmann væru tekjurnar um 25.000.000 kr. Tekjurnar sem kæmu inn væru notaðar til uppbyggingar staðarins m.a. landvörslu, upplýsingagjöf og rannsóknir og setja upp rafræna upplýsingagjöf sem á að vera staðsett á 3. hæð Hafnarhúss.

Gera þarf ráðstafanir til að reyna draga úr umferðarhraða í þéttbýli Borgarfjarðar. Í nágrenni skólans þarf að merkja með skiltum að börn séu að leik. Merkja þarf gangbraut með upphækkun til móts við Fjarðarborg og í nágrenni Lindarbakka. Gera þarf frekari ráðstafanir til að draga úr umferðarhraða á Bökkunum og þorpsgötunni t.d. með uppsetningu hraðahindrana eða þrengingum.

Götulýsingu á Borgarfirði þarf að koma í nútímalegt horf. Ljósastaurar eru strjálir og lýsa illa eða ekkert.

Koma þarf sorpmálum á Borgarfirði í enn betra horf með því að gera ráðstafanir til að íbúar geti skilað lífrænu sorpi með viðeigandi hætti.

Gera þarf bragarbót á útisvæði kringum Heiðina svo þar sé hreint m.a. með því að koma upp gámasvæði.

Heimastjórn vill að Múlaþing setji það í fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 að byggja parhús á Borgarfirði. Hugsanlega mætti fjármagna það að hluta með sölu eigna t.d. Þórshamars.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 117. fundur - 13.05.2024

Fjármálastjóri, Guðlaugur Sæbjörnsson, situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2025.

Málið er áfram í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 117. fundur - 21.05.2024

Fjármálastjóri og sveitarstjóri kynntu drög að tillögu að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings fyrir 2025.

Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð Múlaþings - 104. fundur - 21.05.2024

Undir málinu fjárhagsáætlun Múlaþings 2025-2028 er að finna áherslur heimastjórna vegna fjárhagsáætlanagerðar ofangreindra ára. Áherslum heimastjórna er vísað til fagráðanna þriggja til umfjöllunar samhliða fjárhagsáætlanagerð. Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 119. fundur - 03.06.2024

Lagðar eru fram til kynningar áherslur heimastjórna við gerð fjárhagsáætlunar 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi áherslum heimastjórna til framkvæmda- og umhverfismálastjóra vegna endurskoðunar á 10 ára fjárfestingaráætlun.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 119. fundur - 04.06.2024

Fjármálastjóri og sveitarstjóri kynntu tillögu að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings 2025 og þriggja ára áætlunar 2026 til 2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að vísa rammaáætlun eins og hún liggur fyrir fundinum til afgreiðslu í sveitarstjórn 12. júní nk.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 49. fundur - 12.06.2024

Sveitarstjóri kynnti tillögu að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings 2025 og þriggja ára áætlunar 2026 til 2028.

Til máls tók: Berglind Harpa Svavarsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir rammaáætlunina eins og hún liggur fyrir fundinum og vísar henni til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar á komandi hausti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 129. fundur - 24.09.2024

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2025 og þriggja ára áætlunar 2026 til 2028 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 12. júní 2024.

Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 130. fundur - 08.10.2024

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2025 og þriggja ára áætlunar 2026 til 2028 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 12. júní 2024. Inn á fundinn undir þessum lið komu Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarmálastjóri og fór yfir helstu áherslur á sviði atvinnu- og menningarmála sem gert er ráð fyrir í fyrirliggjandi drögum að fjárhagsáætlun og Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri, sem fór yfir helstu áherslur á sviði stjórnsýslu.

Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 131. fundur - 22.10.2024

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2025 og þriggja ára áætlunar 2026 til 2028 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 12. júní 2024.

Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 132. fundur - 29.10.2024

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2025 og þriggja ára áætlunar 2026 til 2028 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 12. júní 2024.

Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 133. fundur - 05.11.2024

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu drög að fjárhagsáætlun Múlaþings 2025-2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa drögum að fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árin 2025-2028 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?