Fara í efni

Almenningsbókasöfn í Múlaþingi

Málsnúmer 202506266

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 159. fundur - 15.07.2025

Fyrir byggðaráði liggur greinagerð um þjónustu, aðstöðu og skipulag almenningsbókasafna í Múlaþingi.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 162. fundur - 26.08.2025

Fyrir lá greinargerð og tillögur um þjónustu, aðstöðu og skipulag almenningsbókasafna í Múlaþingi, sem unnin er af deildastjóra menningarmála og skrifstofustjóra. Inn á fundinn komu Elsa Guðný Björgvinsdóttir deildarstjóri menningarmála og Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri.
Áfram í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 164. fundur - 16.09.2025

Fyrir liggja uppfærðar tillögur um þjónustu, aðstöðu og skipulag almenningsbókasafna í Múlaþingi, sem unnar eru af deildastjóra menningarmála og skrifstofustjóra.
Málið var síðast á dagskrá byggðaráðs 26. ágúst 2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fyrir liggja endurskoðaðar tillögur um þjónustu, aðstöðu og skipulag almenningsbókasafna í Múlaþingi, sem unnar eru af deildastjóra menningarmála og skrifstofustjóra.
Byggðaráð tekur vel í tillögurnar og felur deildarstjóra menningarmála, fjármálastjóra og sveitarstjóra að vinna málið áfram og kynna það í viðeigandi nefndum og ráðum.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, einn sat hjá (ÁMS)

Heimastjórn Djúpavogs - 64. fundur - 09.10.2025

Fyrir liggja um tillögur um þjónustu, aðstöðu og skipulag almenningsbókasafna í Múlaþingi. Málið var á dagskrá byggðaráðs 16. september síðastliðinn. Á fundinn undir þessum lið mætir Elsa Guðný Björgvinsdóttir, deildarstjóri menningarmála og kynnir tillögurnar.
Heimastjórn þakkar fyrir góða yfirferð á málefnum bókasafna í Múlaþingi.
Eins og kemur fram í framlagðri skýrslu um bókasöfnin þá er húsnæði bókasafnsins á Djúpavogi sé óviðunandi, aðgengi sé slæmt og opnunartími mjög takmarkaður.
Heimastjórn telur nauðsynlegt sé að finna bókasafninu nýjan og betri stað.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 63. fundur - 09.10.2025

Fyrir liggja um tillögur um þjónustu, aðstöðu og skipulag almenningsbókasafna í Múlaþingi. Málið var á dagskrá byggðaráðs 16. september síðastliðinn. Á fundinn mætti Elsa Guðný Björgvinsdóttir, deildarstjóri menningarmála og kynnti tillögurnar.
Heimastjórn þakkar Elsu Guðnýju fyrir góða yfirferð.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Elsa Guðný Björgvinsdóttir

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 61. fundur - 09.10.2025

Fyrir liggja tillögur um þjónustu, aðstöðu og skipulag almenningsbókasafna í Múlaþingi. Málið var á dagskrá byggðaráðs 16. september síðastliðinn. Á fundinn undir þessum lið mætir Elsa Guðný Björgvinsdóttir, deildarstjóri menningarmála og kynnir tillögurnar.
Heimastjórn þakkar Elsu fyrir góða kynningu og fagnar framkomnum áformum um fyrirkomulag á rekstri bókasafna Múlaþings.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 63. fundur - 09.10.2025

Fyrir liggja um tillögur um þjónustu, aðstöðu og skipulag almenningsbókasafna í Múlaþingi. Málið var á dagskrá byggðaráðs 16. september síðastliðinn. Á fundinn undir þessum lið mætir Elsa Guðný Björgvinsdóttir, deildarstjóri menningarmála og kynnir tillögurnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs lýsing ánægju með þær tillögur sem fram koma í tillögunum sem eru jákvæð skref í þróun bókasafna Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 143. fundur - 21.10.2025

Fyrir liggja tillögur um þjónustu, aðstöðu og skipulag almenningsbókasafna í Múlaþingi. Málið var á dagskrá byggðaráðs 16. september síðastliðinn. Á fundinn undir þessum lið mætir Elsa Guðný Björgvinsdóttir, deildarstjóri menningarmála og kynnir tillögurnar.
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?