Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

163. fundur 02. september 2025 kl. 08:30 - 13:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði og fulltrúi sveitarstjóra á Seyðisfirði

1.Fjármál 2025

Málsnúmer 202501003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varðar fjármál og rekstur sveitarsfélagsins. Jón Jónsson lögmaður kom inn á fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2026 til 2029

Málsnúmer 202504066Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vegna vinnu við fjárhagsáætlun Múlaþings 2026 og þriggja ára áætlunar á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 11. júní 2025.
Málið áfram í vinnslu.

3.Stjórnskipulag sveitarfélagsins

Málsnúmer 202508014Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri kynnti drög að uppfærðu skipuriti fyrir Múlaþing.
Málið áfram í vinnslu.

4.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá 158. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þar sem fyrirliggjandi minnisblaði er vísað til byggðaráðs og óskað eftir afstöðu ráðsins til stefnu um atvinnumál er varða skógrækt og gistirekstur í aðalskipulagi. Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála sat fundinn undir þessum lið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að við gerð tillögu nýs Aðalskipulags Múlaþings verði mörkuð sú stefna að ný skógræktaráform sem nái til 200 ha. eða stærra svæðis séu háð því að svæðið sé afmarkað sem skógræktar og landgræðslusvæði (SL). Nýskógrækt á reitum sem eru undir 200 ha. að stærð eru ekki færðir inn á aðalskipulagsuppdrátt ef þeir falla að ákvæðum um skógrækt á landbúnaðarsvæðum (L). Skógrækt á landbúnaðarlandi umfram 10 ha. er framkvæmdaleyfisskyld og skal þá skila inn ítarlegri ræktunaráætlun ásamt uppdrætti sem gerir grein fyrir umfangi framkvæmdar.

Jafnframt samþykkir byggðaráð að gera skuli ráð fyrir eftirfarandi stefnu um gistirekstur í aðalskipulagi sveitarfélagsins:
Á íbúðasvæðum í þéttbýli og dreifbýli er eingöngu heimil heimagisting í flokki I skv. reglugerð nr. 1277/2016, nema annað sé tilgreint í sérskilmálum.
Á athafnasvæðum og svæðum sem skilgreind eru fyrir frístundabyggð er heimilt að vera með minni gistiheimili í flokki II skv. reglugerð nr. 1277/2016, ef gert er ráð fyrir slíkum rekstri í deiliskipulagi.
Á bújörðum er heimilt að vera með gistirekstur fyrir allt að 20 gesti í 10 herbergjum flokki I og II. Fari fjöldi gesta umfram það skal reiturinn skilgreindur fyrir verslun- og þjónustu.

Samþykkt samhljóða án atvæðagreiðslu.

5.Fundargerðir stjórnar HEF 2025

Málsnúmer 202501201Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð HEF veitna dags. 12.08.2025.
Lagt fram til kynningar.

6.Samráðsgátt. Tillaga um flokkun Hamarsvirkjunar í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar.

Málsnúmer 202508115Vakta málsnúmer

Fyrir liggur í Samráðsgátt tillaga menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra sem staðgengils umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, dagsett 19.8.2025, um að færa Hamarsvirkjun í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur áherslu á mikilvægi þess að Hamarsvirkjun komist í nýtingarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Virkjunin mun bæði hafa jákvæð áhrif á orkuöryggi landsmanna sem og bæta aðgengi að orku á Austurlandi sem er mikilvæg forsenda áframhaldandi verðmætasköpunar og uppbyggingu svæðisins.
Byggðaráð tekur einnig undir fyrri umsagnir sveitarfélaga á Austurlandi og SSA um mikilvægi þess að Hamarsvirkjun komist til framkvæmda. Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að koma umsögninni á framfæri fyrir hönd byggðaráðs.

Samþykkt með þremur atkvæðum, einn sat hjá (ES) einn á móti (HHÁ)

Helgi Hlynur Ásgrímsson leggur fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi V-lista mótmælir harðlega þeim gerræðislegu vinnubrögðum sem Logi Einarsson staðgengill UMHVERFIS-, orku og loftslagsráðherra sýnir með því að fara í bága við tillögu rammaáætlunar um vernd Hamarsdals. Sá litli hluti Hraunasvæðisins á hálendi austurlands sem enn er ósnortinn þarf og á að fá að njóta verndar um ókomna tíð. Ég tel tillögu meirihluta byggðaráðs til háborinnar og ævarandi skammar. Múlaþing ber ríka ábyrgð og fer fremur en nokkur annar með vörsluhlutverk fh. þeirrar náttúru sem með Hamarsvirkjun verður varanlega raskað á óafturkræfan hátt. Við hér Múlaþingi eigum að hafa meiri metnað fyrir landinu okkar og íbúum þess en að fara fram á þetta hryðjuverk gagnvart náttúrunni. Ekki er það vegna fjölda starfa og gríðarlegrar verðmætasköpunar í sveitarfélaginu sem meirihlutinn sér sig knúinn til að mæla með að Hamarsdalnum verði fórnað. Nei en í staðinn mælir meirihluti byggðaráðs með því að Hamarsvirkjun fari í nýtingarflokk svo nýta megi orkuna úr henni sem jafnvægisorku fyrir vindtúrbínuver í Fljótsdal svo efnaveksmiðja á Reyðarfirði verði að veruleika. Miðað við nýjustu vendingar í samgöngumálum er með öllu óþolandi að hið opinbera með hjálp erlendra stórfyrirtækja ætli sér að gjörnýta restina af auðlindum austurlands og mergsjúga þær eins og Múlaþing væri eitt af "kjördæmunum 13 í Hungurleikunum". Það orkufyllirí sem Orkumálaráðherra og meðreiðarsveinar hans eru á er þyngra en tárum taki. Ósnortin náttúra er verðmæti í sjálfu sér sem við Íslendingar erum enn svo heppin að eiga töluvert af og mun ávaxta sig til lengri tíma hvort sem horft er til peninga, lífsgæða eða annars, ef okkur ber gæfa til að gjörnýta ekki allar auðlindir og virkjunarmöguleika.
Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Þar sem ég er áheyrnarfulltrúi í Byggðaráði vil ég koma því á framfæri að ég styð að fullu bókun meirihlutans hér. Enda er hér um að ræða mikilvægt uppbyggingar-mál innan Austurlands að ræða, sem og tækifæri til að opna aðgang að svæðinu umhverfis virkjunina, þmt. upp á smájöklana Hofsjökul og Þrándarjökul, sem eru afar fallegir útsýnisstaðir.



Fundi slitið - kl. 13:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?