Fara í efni

Stjórnskipulag sveitarfélagsins

Málsnúmer 202508014

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 163. fundur - 02.09.2025

Sveitarstjóri kynnti drög að uppfærðu skipuriti fyrir Múlaþing.
Málið áfram í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 168. fundur - 28.10.2025

Fyrir liggur tillaga að skipuriti fyrir stjórnsýslu Múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að vísa drögum að nýju skipuriti fyrir stjórnsýslu Múlaþings til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 62. fundur - 12.11.2025

Fyrir liggur bókun byggðaráðs dags. 28.10.2025, þar sem drögum að nýju skipuriti fyrir stjórnsýslu Múlaþings er vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Eyþór Stefánsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Ívar Karl Hafliðason, Eyþór Stefánsson og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að nýju skipuriti fyrir stjórnsýslu Múlaþings sem mun gilda frá næstu áramótum. Sveitarstjóra falið að innleiða breytingarnar.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá (ES)

Heimastjórn Borgarfjarðar - 65. fundur - 08.01.2026

Til kynningar eru þær breytingar sem gerðar hafa verið á skipuriti stjónsýslu sveitarfélagsins. Á fundinn undir þessum lið mætti Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir - mæting: 10:30

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 64. fundur - 08.01.2026

Til kynningar eru þær breytingar sem gerðar hafa verið á skipuriti stjórnsýslu sveitarfélagsins. Á fundinn undir þessum lið mætti Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Djúpavogs - 67. fundur - 08.01.2026

Til kynningar eru þær breytingar sem gerðar hafa verið á skipuriti stjónsýslu
sveitarfélagsins.
Á fundinn undir þessum lið mætir Dagmar Ýr Stefánsdóttir,
sveitarstjóri.
Heimastjórn þakkar Dagmar fyrir góða yfirferð á fyrirhuguðum breytingum á stjórnsýslu sveitarfélagsins.

Gestir

  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 65. fundur - 08.01.2026

Til kynningar eru þær breytingar sem gerðar hafa verið á skipuriti stjónsýslu sveitarfélagsins. Á fundinn undir þessum lið mætti Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?