Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

86. fundur 06. júní 2023 kl. 09:00 - 12:25 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2024 - 2027

Málsnúmer 202306001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri kynntu tillögu að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings 2024 og þriggja ára áætlunar 2025 til 2027.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að vísa rammaáætlun eins og hún liggur fyrir fundinum til afgreiðslu í sveitarstjórn 14. júní nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202208012Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað þar sem gerð er grein fyrir fundum er sveitarstjóri, formaður byggðaráðs og forseti sveitarstjórnar áttu í Reykjavík, dagana 25. og 26. maí sl., með ráðherrum, þingmönnum og starfsfólki ráðuneyta um fyrirhuguð Fjarðarheiðargöng.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings vísar fyrirliggjandi minnisblaði til umfjöllunar í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301190Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga dags. 17.05.2023.

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir stjórnar HEF 2023

Málsnúmer 202302044Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar HEF veitna, dags. 23.05.2023.

Lagt fram til kynningar.

6.Hitaveita á Seyðisfirði

Málsnúmer 202110137Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerð starfshóps um kyndingarkosti á Seyðisfirði, dags. 25.05.2023.

Lagt fram til kynningar.

7.Aðalfundur Vísindagarðsins ehf 2023

Málsnúmer 202306014Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Vísindagarðsins ehf., dags. 02.06.2023.

Lagt fram til kynningar.

8.Stjórnarfundur Vísindagarðsins ehf 2023

Málsnúmer 202305202Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundur stjórnar Vísindagarðsins ehf., dags. 02.06.2023.

Lagt fram til kynningar.

9.Deiliskipulagsbreyting, Miðvangur 8

Málsnúmer 202212110Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá stjórn Sigurgarðs ehf. varðandi byggingu fjölbýlishúss að Miðvangi 8 á Egilsstöðum. Undir þessum lið kom framkvæmda-og umhverfismálastjóri Hugrún Hjálmarsdóttir og fór yfir stöðu mála.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings vísar fyrirliggjandi erindi Sigurgarðs ehf., þar sem óskað er eftir því að fyrri afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdaráðs verði tekin til endurskoðunar, til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 09:00

Fundi slitið - kl. 12:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?