Fara í efni

Deiliskipulagsbreyting, Miðvangur 8

Málsnúmer 202212110

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 72. fundur - 19.12.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga, dagsett 15. desember 2022, vegna breytinga á miðbæjarskipulagi Egilsstaða fyrir Miðvang 8. Tillagan felur meðal annars í sér stækkun lóðarinnar um 93 m2, breytingu á byggingarreit og hámarksbyggingarmagni.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 30. fundur - 05.01.2023

Fyrir liggur vinnslutillaga, dagsett 15. desember 2022, vegna breytinga á miðbæjarskipulagi Egilsstaða fyrir Miðvang 8. Tillagan felur meðal annars í sér stækkun lóðarinnar um 93 m2, breytingu á byggingarreit og hámarksbyggingarmagni.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 19.12. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 75. fundur - 30.01.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Egilsstaða, sett fram á skipulagsuppdrætti og greinargerð dagsett 27. janúar 2023. Vinnslutillaga breytingarinnar var kynnt frá 11. janúar 2023 með athugasemdafresti til 26. janúar sl. Engin athugasemd barst en fyrir ráðinu liggja umsagnir sem bárust á kynningartíma.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Málið er í vinnslu og felur umhverfis- og framkvæmdaráð skipulagsfulltrúa að láta gera breytingar á uppdrætti í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 33. fundur - 08.02.2023

Fyrir liggur erindi frá Sigurgarði ehf. varðandi kostnað vegna deiliskipulagsbreytinga og jarðvegsdýptar Miðvangi 8 á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi frá Sigurgarði ehf varðandi kostnað vegna deiliskipulagsbreytinga og jarðvegsdýptar við Miðvang 8 á Egilsstöðum til umhverfis- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 76. fundur - 13.02.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur uppfærð tillaga frá síðasta fundi ráðsins að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Egilsstaða, sett fram á skipulagsuppdrætti og greinargerð dagsett 2. febrúar 2023.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Aðilar úr stjórn Sigurgarðs ehf. tengjast inn á fundinn og kynna stöðu verkefnisins. Jafnframt fylgja þeir eftir erindi sínu varðandi kostnað við deiliskipulagsbreytinguna og jarðvegsdýpt á lóðinni við Miðvang 8, sem tekið var fyrir á fundi sveitarstjórnar 8. febrúar sl. og vísað var til umhverfis- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að taka saman gjöld sem sveitarfélagið innheimtir í tengslum við verkefnið vegna skipulags- og byggingarþátta og leggja fyrir ráðið.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Eyþór Elíasson - mæting: 10:00
  • Sveinn Jónsson - mæting: 10:00
  • Sigurjón Bjarnason - mæting: 10:00

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 77. fundur - 20.02.2023

Fyrir ráðinu liggur að nýju erindi frá Sigurgarði ehf., lóðarhafa að Miðvangi 8, sem tekið var fyrir á síðasta fundi ráðsins. Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir samantekt á þeim gjöldum sem sveitarfélagið innheimtir í tengslum við verkefnið vegna skipulags- og byggingarþátta sem óskað var eftir á síðasta fundi ráðsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir á að samkvæmt reglum um úthlutun lóða hjá Múlaþingi er ekki veittur afsláttur vegna jarðvegsdýptar í miðbæ Egilsstaða. Hvað varðar lækkun byggingarleyfisgjalda getur ráðið ekki orðið við þeirri beiðni og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að upplýsa Sigurgarð ehf. um álagningu gjalda.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 32. fundur - 10.03.2023

Fyrir liggur uppfærð tillaga frá síðasta fundi ráðsins að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Egilsstaða, sett fram á skipulagsuppdrætti og greinargerð dagsett 2. febrúar 2023.

Eftirfarandi var bókað á fundir umhverfis- og framkvæmdaráðs 13.2. 2023:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 86. fundur - 06.06.2023

Fyrir liggur erindi frá stjórn Sigurgarðs ehf. varðandi byggingu fjölbýlishúss að Miðvangi 8 á Egilsstöðum. Undir þessum lið kom framkvæmda-og umhverfismálastjóri Hugrún Hjálmarsdóttir og fór yfir stöðu mála.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings vísar fyrirliggjandi erindi Sigurgarðs ehf., þar sem óskað er eftir því að fyrri afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdaráðs verði tekin til endurskoðunar, til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 09:00

Sveitarstjórn Múlaþings - 37. fundur - 14.06.2023

Fyrir liggur erindi frá stjórn Sigurgarðs ehf. varðandi byggingu fjölbýlishúss við Miðvang 8 á Egilsstöðum.

Við upphaf dagskrárliðar vakti sveitarstjórnarfulltrúi Björg Eyþórsdóttir athygli á mögulegu vanhæfi sínu

Forseti opnaði mælendaskrá og í framhaldi lagði fram vanhæfistillöguna sem var samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Ívar Karl Hafliðason og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi frá Sigurgarði ehf. til umhverfis- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu. Sveitarstjórn beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að teknar verði til endurskoðunar reglur varðandi mögulega afslætti vegna byggingar íbúðarhúsnæðis á miðbæjarsvæði Egilsstaða og horft verði til þess við endurskoðun á fyrri afgreiðslu ráðsins varðandi fyrirliggjandi erindi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 88. fundur - 26.06.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Sigurgarði ehf., dags. 30. maí 2023 sem byggðaráð og sveitarstjórn hafa samþykkt að vísa til ráðsins.
Sveitarstjórn beindi því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að taka til endurskoðunar reglur varðandi mögulega afslætti vegna byggingar íbúðarhúsnæðis á miðbæjarsvæði Egilsstaða og horft verði til þess við endurskoðun á fyrri afgreiðslu ráðsins varðandi fyrirliggjandi erindi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í samræmi við a) hluta 5. gr. gjaldskrár skipulags- og byggingarmála í Múlaþingi samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að veittur verði allt að 50% heildarafsláttur, vegna dýptar undir gólfplötu, af gatnagerðargjaldi lóða fyrir íbúðarhúsnæði á skilgreindu miðbæjarsvæði Egilsstaða. Afsláttur þessi verður veittur út árið 2025 og á eingöngu við um byggingarhæfar lóðir sem eru Miðvangur 8, Kaupvangur 20 og Sólvangur 2, 4 og 6.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?