Fara í efni

Fjárhagsáætlun Múlaþings 2024 - 2027

Málsnúmer 202306001

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 86. fundur - 06.06.2023

Fjármálastjóri og sveitarstjóri kynntu tillögu að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings 2024 og þriggja ára áætlunar 2025 til 2027.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að vísa rammaáætlun eins og hún liggur fyrir fundinum til afgreiðslu í sveitarstjórn 14. júní nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 37. fundur - 14.06.2023

Sveitarstjóri kynnti tillögu að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings 2024 og þriggja ára áætlunar 2025 til 2027.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson, Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson, Björn Ingimarsson og Ívar Karl Hafliðason.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir rammaáætlunina eins og hún liggur fyrir fundinum og vísar henni til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar á komandi hausti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 95. fundur - 26.09.2023

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2024 og þriggja ára áætlunar 2025 til 2027 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 14. júní 2023.

Lagt fram til kynningar

Byggðaráð Múlaþings - 96. fundur - 03.10.2023

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2024 og þriggja ára áætlunar 2025 til 2027 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 14. júní 2023.

Byggðaráð Múlaþings - 97. fundur - 17.10.2023

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2024 og þriggja ára áætlunar 2025 til 2027 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 14. júní 2023.

Byggðaráð Múlaþings - 98. fundur - 24.10.2023

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2024 og þriggja ára áætlunar 2025 til 2027 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 14. júní 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð vísar áætlunni með áorðnum breytingum til umfjöllunar á næsta fundi byggðaráðs og sveitarstjórnar 15. nóvember til fyrri umræðu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 99. fundur - 07.11.2023

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu drög að fjárhagsáætlun Múlaþings 2024-2027. Einnig kom inn á fundinn undir þessum lið Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarmálastjóri og fór yfir helstu áherslur á sviði atvinnu- og menningarmála sem gert er ráð fyrir í fyrirliggjandi drögum að fjárhagsáætlun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa drögum að fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árin 2024-2027 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 40. fundur - 08.11.2023

Á fundinnn undir þessum lið mætti Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri, sem fór yfir fjárhagsáætlun Múlaþings 2024 til 2027.

Guðlaugi þökkuð kynningin og heimastjórn lýsir ánægju með jákvæðar horfur varðandi rekstur sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 40. fundur - 09.11.2023

Á fundinn undir þessum lið mætti Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri, sem fór yfir fjárhagsáætlun Múlaþings 2024 til 2027.

Heimastjórn þakkar Guðlaugi fyrir greinargóða kynningu og veitir jákvæða umsögn út frá þeim forsendum sem fyrir eru.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Guðlaugur Sæbjörnsson - mæting: 14:00

Sveitarstjórn Múlaþings - 41. fundur - 15.11.2023

Fyrir fundinum liggur fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2024, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2025 - 2027, sem vísað var frá byggðaráði til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, Ívar Karl Hafliðason, Hildur Þórisdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Björn Ingimarsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Benedikt V.Warén sem bar upp fyrirspurn, Ívar Karl Hafliðason sem svaraði fyrirspurn, Hildur Þórisdóttir, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Sigurður Gunnarsson, Benedikt V.Warén, Jónína Brynjólfsdóttir, Hildur þórisdóttir með andsvar, Vilhjálmur Jónsson og Benedikt V.Warén til andsvara, Eyþór Stefánsson og Hildur Þórisdóttir með andsvar, Eiður Gísli Guðmundsson sem bar upp fyrirspurn og Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn Eiðs.

Við fundarstjórn tók Hildur Þórisdóttir á meðan Jónína Brynjólfsdóttir tók til máls undir þessum lið

Eftirfarandi tillögur lagðar fram:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2024, ásamt þriggja ára áætlun, til síðari umræðu í byggðaráði og sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 100. fundur - 21.11.2023

Fyrir liggur fjárhagsáætlun 2024, ásamt þriggja ára áætlun, sem vísað hefur verið til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 101. fundur - 28.11.2023

Fyrir liggur fjárhagsáætlun 2024, ásamt þriggja ára áætlun, sem vísað hefur verið til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 102. fundur - 05.12.2023

Fyrir liggur fjárhagsáætlun 2024, ásamt þriggja ára áætlun, sem er til umfjöllunar í byggðaráði fyrir síðari umræðu í sveitarstjórn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi fjárhagsáætlun 2024, ásamt þriggja ára áætlun 2025-2027, til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 42. fundur - 06.12.2023

Fyrir liggur greinargerð með fjárhagsáætlun 2024 - 2027. Inn á fund heimastjórnar kom Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri Múlaþings og Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri Múlaþings og fóru yfir fjárhags- og framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins.

Heimastjórn þakkar þeim fyrir komuna og upplýsandi samtöl. Heimastjórn hugnast fyrirliggjandi áætlanir varðandi Borgarfjörð.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 08:30
  • Guðlaugur Sæbjörnsson - mæting: 08:15

Sveitarstjórn Múlaþings - 42. fundur - 13.12.2023

Fyrir liggur fjárhagsáætlun 2024, ásamt þriggja ára áætlun, til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2024 nema 10.467 millj.kr. samkvæmt samstæðu fyrir A og B hluta, en þar af nema rekstrartekjur A hluta 8.938 millj.kr.

Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir verða alls 8.719 millj.kr. í samstæðu fyrir A og B hluta, þar af eru rekstrargjöld A hluta áætluð 8.126 millj.kr. Afskriftir ársins í A og B hluta nema 493 millj.kr., þar af 291 millj.kr. í A hluta. Fjármagnsliðir verða neikvæðir um 710 millj.kr. í samanteknum A og B hluta, þar af 557 millj.kr. í A hluta.

Eftir fjármagnsliði, afskriftir, skatta og óreglulega liði er rekstrarafkoma ársins jákvæð um 530 millj.kr. í samanteknum A og B hluta. Afkoma A-hluta er neikvæð og nema rekstrargjöld umfram rekstrartekjur um 36 millj.kr.

Veltufé frá rekstri er jákvætt um 1.585 millj.kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri í A hluta jákvætt um 750 millj.kr.

Fjárfestingar ársins 2024 nema nettó 1.360 millj.kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 500 millj.kr. í A hluta.

Afborganir af lánum hjá samstæðu A og B hluta verða 989 millj.kr. á árinu 2024, þar af 710 millj.kr. í A hluta.

Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 13.456 millj.kr. í árslok 2024 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 9.913 millj.kr.

Skuldaviðmið samstæðu A og B hluta verður 100% í árslok 2024.

Fjárhagsáætlun 2024-2027 í heild sinni verður að öðru leyti aðgengileg á heimasíðu Múlaþings.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Einar Freyr Guðmundsson, Sigurður Gunnarsson, Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir svaraði fyrirspurn Hildar, Pétur Jónsson, Þröstur Jónsson, Sigurður Gunnarsson, Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson og Eyþór Stefánsson

Hildur Þórisdóttir tók við fundarstjórn á meðan Jónína Brynjólf tók til máls.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2024 við seinni umræðu, ásamt þriggja ára áætlun 2025-2027. Fyrri umræða um fjárhagsáætlunina fór fram 15. nóvember sl.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá (ÞJ)

Getum við bætt efni þessarar síðu?