Fara í efni

Skólaakstur

Málsnúmer 202205073

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 22. fundur - 09.05.2022

Fyrir liggja minnispunktar frá fundum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs í Brúarásskóla, Félagsheimilinu Arnhólsstöðum og Eiðum, 25. og 26. apríl 2022.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til fjölskylduráðs og umhverfis- og framkvæmdaráðs að unnið verði að því að bæta enn frekar öryggi barna í dreifbýli á ferðum sínum í og úr skóla t.d. með því að efla snjóhreinsun og hálkuvarnir á vegum. Einnig að koma á góðu kerfi sem miðlar upplýsingum til foreldra ef skólaakstur breytist eða fellur niður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 59. fundur - 15.08.2022

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs frá 9. maí 2022 þar sem því er beint til umhverfis- og framkvæmdaráðs auk byggðaráðs að unnið verði að því að bæta enn frekar öryggi barna í dreifbýli á ferðum sínum í og úr skóla t.d. með því að efla snjóhreinsun og hálkuvarnir á vegum. Byggðaráð fól sveitarstjóra í bókun á fundi sínum þann 5. júlí 2022 (málsnúmer 202011098) að koma áherslum ráðsins á framfæri við innviðaráðherra auk forstjóra og stjórnenda Vegagerðarinnar og jafnframt óska eftir fundi fyrir lok ágústmánaðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir bókun byggðaráðs og telur mikilvægt að hálkuvarnir og snjóhreinsun sé rætt á áðurnefndum fundi sem til stendur að halda með Vegagerðinni og innviðaráðherra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 51. fundur - 20.09.2022

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs frá 9. maí 2022 þar sem því er beint til fjölskylduráðs, umhverfis- og framkvæmdaráðs auk byggðaráðs að unnið verði að því að bæta enn frekar öryggi barna í dreifbýli á ferðum sínum í og úr skóla t.d. með því að efla snjóhreinsun og hálkuvarnir á vegum. Byggðaráð fól sveitarstjóra í bókun á fundi sínum þann 5. júlí 2022 (málsnúmer 202011098) að koma áherslum ráðsins á framfæri við innviðaráðherra auk forstjóra og stjórnenda Vegagerðarinnar og jafnframt óska eftir fundi fyrir lok ágústmánaðar.

Fjölskylduráð tekur undir bókun byggðaráðs að unnið verði að því að bæta enn frekar öryggi barna í dreifbýli á ferðum sínum í og úr skóla með eflingu snjóhreinsunar og hálkuvarna á vegum. Fjölskylduráð leggur áherslu á að fundi með innviðaráðherra og forstjóra Vegagerðarinnar verði komið á eins fljótt og auðið er.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?