Fara í efni

Fjöldi leikskólabarna skólaárið 2023-2024 og biðlisti yngstu barnanna eftir leikskólaplássi í júlí 2023

Málsnúmer 202307040

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 77. fundur - 08.08.2023

Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að leita leiða varðandi dagvistunarmál 12 mánaða barna sem fyrirséð er að komist ekki inn á leikskóla, í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 79. fundur - 29.08.2023

Fyrir liggur minnisblað með hugmyndum um opnun nýrrar deildar fyrir yngstu börnin sem ekki fá leikskólapláss á Fljótsdalshéraði.

Málið áfram í vinnslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 83. fundur - 10.10.2023

Fyrir séð er að um áramót vanti leikskólapláss fyrir yngstu börnin á Héraði. Til að bregðast við þeirri þörf leggur fjölskylduráð til að færanleg kennslustofa við gamla Hádegishöfða verði flutt á leikskólalóða Tjarnarskógar við Skógarland. Fræðslustjóra falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 87. fundur - 21.11.2023

Fyrir liggur minnisblað um stöðu á umsóknarlista og úthlutun leikskólaplássa á vorönn 2024. Einnig liggur fyrir bréf frá starfsfólki í Tjarnarskógi, þar sem áhyggjum vegna fyrirhugaðrar færslu á færanlegri kennslustofu er komið á framfæri.

Fjölskylduráð þakkar fyrir erindi starfsfólks Tjarnarskógar. Miðað við núverandi stöðu verður beðið með að færa færanlegu kennslustofuna þar til niðurstaða liggur fyrir í apríl nk. vegna úthlutunar leikskólaplássa fyrir skólaárið 2024-2025.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 91. fundur - 09.01.2024

Fyrir liggur minnisblað um áætlaða þörf fyrir leikskólapláss á Egilsstöðum og Fellabæ miðað við mannfjöldaspá til 2033. Einnig er yfirlit yfir fjölda leikskólaplássa og hvernig skólaárið 2024-2025 lítur út hvað varðar pláss fyrir yngstu börnin.

Lagt fram til kynningar
Getum við bætt efni þessarar síðu?