Fara í efni

Umferðaröryggisáætlun Múlaþings

Málsnúmer 202311243

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 101. fundur - 27.11.2023

Fyrir ráðinu liggur minnisblað starfsmanna um gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að óska eftir tilboðum í gerð áætlunarinnar.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 109. fundur - 26.02.2024

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir stöðu undirbúnings vegna gerðar Umferðaröryggisáætlunar Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að ganga til samninga við ráðgjafa um gerð umferðaröryggisáætlunar í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 136. fundur - 16.12.2024

Fyrir liggur tillaga að umferðaröryggisáætlun Múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun og vísar henni til umsagnar hjá heimastjórnum sveitarfélagsins, fjölskylduráði, öldungaráði, ungmennaráði og samráðshópi um málefni fatlaðra.
Áætlunin verður tekin fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 52. fundur - 09.01.2025

Fyrir heimastjórn liggur fyrir til umsagna bókun umhverfis-og framkvæmdaráðs dagsett 12.desember sl. er varðar tillögu að umferðaröryggisáætlun Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar gerir ekki athugasemd við tillögu umhverfis-og framkvæmdaráðs að umferðaöryggisáætun Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Heimastjórn Borgarfjarðar - 54. fundur - 09.01.2025

Fyrir heimastjórn liggur til umsagnar bókun umhverfis-og framkvæmdaráðs dagsett 12.desember sl. er varðar tillögu að umferðaröryggisáætlun Múlaþings.
Heimastjórn tekur undir þær ábendingar sem koma fram í skýrslunni, s.s. um varasöm gatnamót þar sem Hólalandsvegur mætir Borgarfjarðarvegi, þörf á þrengingum/veghliðum við aðkomu í þorpið, hraðahindrunum og gangbrautamerkingum. Heimastjórn vill jafnframt benda á að helsta öryggisógn gangandi vegfarenda á Borgarfirði stafar af ónýtum gangstéttum og ónægri götulýsingu. Einnig er lagt til að hámarkshraði verði lækkaður innan þéttbýlisins, sem nú er 40 km/klst, niður í 30 km/klst.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 56. fundur - 09.01.2025

Umferðaröryggisáætlun Múlaþings lögð fram til umsagnar
Heimastjórn samþykkir að taka þetta fyrir á næsta fundi eftir að hafa farið yfir skýrsluna.

Samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð Múlaþings - 121. fundur - 14.01.2025

Fyrir liggur tillaga að umferðaröryggisáætlun Múlaþings.


Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að koma athugasemdum ráðsins um umferðaröryggisáætlunina til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 54. fundur - 16.01.2025

Fyrir liggur umferðaröryggisáætlun Múlaþings sem umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum 16.12.2024 og vísaði m.a. til heimastjórna í Múlaþingi til umsagnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs fagnar fyrirliggjandi umferðaröryggisáætlun sem byggir á íterlegri greiningu og fjölda tillagna til úrbóta og telur hana mikilvæga til að vinna að auknu öryggi gangandi sem og hjólandi eða akandi íbúa og gesta sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Öldungaráð Múlaþings - 9. fundur - 23.01.2025

Umferðaröryggisáætlun Múlaþings lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Djúpavogs - 57. fundur - 07.02.2025

Umferðaröryggisðáætlun Múlaþings lögð fram til umsagnar.
Heimastjórn þakkar fyrir greinagóða og ítarlega skýrslu um umferðaröryggi í Múlaþingi.

Heimstjórn skorar á UFR að fara sem fyrst í þær aðgerðir sem merktar eru í fyrsta forgangi í skýrslunni.

Einnig vill heimstjórn bæta við að ekki hafi verið horft nóg til þess með hvaða hætti mætti minka umferð stórra ökutækja um miðbæ Djúpavogs, en á álagstímum fara þar um á annan tug flutningabíla á dag, koma þarf þessari umferð út fyrir íbúðagötur og miðbæ, t.d. með því að nota "bakdyr" bæjarins og beina umferð flutningabíla um Víkurland. Þetta ætti að vera í forgangi 1

Til að bæta aðstöðu fyrir gangandi vegfarendur og skólabörn, þyrfti að koma göngustígur frá Búlandi að Bjargstúni á bakvið Vogaland 2 (Hafið Bistro) í stað þess að beina allri umferð gangandi í gegnum illa merkta gönguleið um bílastæði við Vogaland 2. Þetta atriði ætti einnig að vera í forgangi 1

Einnig telur heimastjórn að inni í þessa vinnu vanti áherslur sem lagðar voru í Djúpavogshreppi á sínum tíma, að fjölga göngustígum í og við þéttbýlið á Djúpavogi til að beina gönguumferð af götum bæjarinns. Besta leiðin til að minnka umferð gangandi á götum er að bjóða upp á áhugaverða göngustíga sem víðast.

Þessu til viðbótar vantar inn í áherslur skýrslunar athugasemdir um ástand gangstétta í þéttbýlinu, en þær eru margar illa farnar og mjög mjóar, sem veldur því að á sumrin þegar fjöldi ferðamanna er hvað mestur, flæðir mikill fjöldi gesta af gangstéttum og inn á götur bæjarins.

Skoða þarf og yfir fara betur þær hraðatakmarkandi aðgerðir sem eru innanbæjar svo sem staðsetningu og gerð hraðahindrana t.d. í Hammersminni við afleggjara að leikskóla, fleiri hraðahindranir á Búlandi t.d. við Steina. Einnig þarf að skoða staðsetningar og fjölda gangbrauta.

Utan þéttbýlis er ætti Axarvegur að vera í forgangi 1, enda sýnir tölfræðin að sá vegur er einn sá varasamasti á landinu sem og mikilvæg leið fyrir íbúa Djúpavogs til og frá byggðarlaginu. Bara tvisvar það sem af er þessu ári hefur það sýnt sig að hafa þann veg hefði rofið einangrun staðarins þegar veður hafa valdið því að byggðarlagið er ótengt við önnur um vegi á svæðinu.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 140. fundur - 17.02.2025

Fyrir liggja drög að uppfærðri umferðaröryggisáætlun Múlaþings ásamt lista yfir forgangsverkefni í tengslum við hana.
Jafnframt liggja fyrir umsagnir frá heimastjórnum og ráðum sveitarfélagsins. Brugðist hefur verið við ábendingum eftir atvikum og öðrum ábendingum komið í réttan farveg eftir efni þeirra, til að mynda hvað varðar hámarkshraða, gangstéttar og gönguþveranir.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umferðaröryggisáætlun Múlaþings og vísar henni til staðfestingar hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 56. fundur - 12.03.2025

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 17.02.2025 varðandi umferðaröryggisáætlun Múlaþings. Með áætluninni er sett fram heildarsýn um umferðaröryggismál í sveitarfélaginu en einnig er með henni mótuð aðgerðaráætlun sem er liður í því að fækka slysum og auka lífsgæði íbúa Múlaþings sem og annarra sem ferðast um sveitarfélagið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi Umferðaröryggisáætlun Múlaþings og felur sveitarstjóra að sjá til þess að hún verði birt og kynnt á miðlum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?