Fara í efni

Samræming gjaldskráa íþróttamiðstöðva

Málsnúmer 202503128

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 133. fundur - 27.05.2025

Fyrir liggur drög að samræmdri gjaldskrá sund- og íþróttamiðstöðva Múlaþings.
Fjölskylduráð samþykkir samræmda gjaldskrá fyrir sund- og íþróttamiðstöðvar. Gjaldskráin tekur gildi frá og með 1. september nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 59. fundur - 11.06.2025

Fyrir liggur bókun frá fjölskylduráði þann 27. 05.2025 um samræmda gjaldskrá sund- og íþróttamiðstöðva Múlaþings.
Til máls tóku: Guðný Lára Guðrúnardóttir og Dagmar Ýr Stefánsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá fyrir sund- og íþróttamiðstöðvar Múlaþings.Gjaldskráin tekur gildi frá og með 1. september nk. Skrifstofustjóra falið að sjá til þess að gjaldskráin verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 141. fundur - 23.09.2025

Fulltrúi í fjölskylduráði hefur óskað eftir að ræða samræmingu gjaldskráa íþróttamiðstöðva og leggur til að málið verði tekið til umfjöllunar í fjölskylduráði.
Í vinnslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 143. fundur - 21.10.2025

Fulltrúi í fjölskylduráði hefur óskað eftir að ræða samræmingu gjaldskráa íþróttamiðstöðva og leggur til að málið verði tekið til umfjöllunar í fjölskylduráði. Málið var áður á dagskrá á 141. fundi fjölskylduráðs, 23. september 2025.
Fjölskylduráð telur ekki ástæðu til að endurskoða gjaldskránna að svo stöddu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 146. fundur - 18.11.2025

Á fundi fjölskylduráðs 28. október 2025 var starfskrafti falið að taka saman gögn í samræmi við umræður á fundinum. Fyrir liggur nú minnisblað með þeim upplýsingum sem óskað var eftir á nefndum fundi.
Áfram í vinnslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?