Fara í efni

Beiðni um styrk fyrir námskeið fyrir eldri borgara í tækjasal

Málsnúmer 202501150

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 122. fundur - 21.01.2025

Fyrir fundinum liggur minnisblað vegna beiðni félags eldri borgara um styrk vegna líkamsræktar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni frá eldri borgurum varðandi líkamsrækt á Egilsstöðum. Beiðnin er samþykkt sem tilraunaverkefni til heilsueflingar eldri borgara. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Öldungaráð Múlaþings - 9. fundur - 23.01.2025

Bókun fjölskylduráðs var lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Öldungaráð Múlaþings - 10. fundur - 08.05.2025

Gyða Vigfúsdóttir, formaður öldungaráðs, fer yfir hvernig hefur gengið með námskeiðið í tækjasal fyrir eldri borgara.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Öldungaráð beinir því til fjölskylduráðs að haldið verði áfram með svipað fyrirkomulag fyrir styrktaræfingar eldri borgara í haust. Jafnframt verði gerð heildaráætlun á hreyfiúrræðum fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu og að gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlunum Múlaþings.
Samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð Múlaþings - 133. fundur - 27.05.2025

Öldungaráð Múlaþings hefur lagt fram beiðni til fjölskylduráðs um að haldið verði áfram með svipað fyrirkomulag á styrktaræfingum fyrir eldri borgara næsta haust. Jafnframt er óskað eftir að unnin verði heildaráætlun um hreyfiúrræði fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu. Þá er jafnframt farið fram á að gert verði ráð fyrir þessari áætlun í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
Fjölskylduráð tekur undir bókun Öldungaráðs um mikilvægi þess að unnin verði heildaráætlun um hreyfiúrræði fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu.
Ráðið felur félagsmálastjóra að taka saman yfirlit yfir þau heilsueflandi úrræði sem hafa staðið eldri borgurum til boða, auk þess að greina kostnað við þau.

Málið áfram í vinnslu.

Öldungaráð Múlaþings - 11. fundur - 25.09.2025

Öldungaráð ítrekar nauðsyn þess að haldið verði áfram með leiðsögn í tækjasal fyrir eldri borgara.

Getum við bætt efni þessarar síðu?